Evrópuverkefni kynnt | Menning, umgjörð, umhyggja er yfirskrift málþings um niðurstöður CCC-verkefnis, sem er Evrópusambandsverkefni um möguleika kvenna og karla til fæðingar- og foreldraorlofs og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.
Evrópuverkefni kynnt | Menning, umgjörð, umhyggja er yfirskrift málþings um niðurstöður CCC-verkefnis, sem er Evrópusambandsverkefni um möguleika kvenna og karla til fæðingar- og foreldraorlofs og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Málþingið verður haldið á Hótel KEA á föstudag, 5. mars, og stendur frá kl. 13 til 17. Elín Antonsdóttir verkefnisstjóri segir frá verkefninu, en síðan munu fjórir framsögumenn kynna rannsóknarskýrslu en þeir eru frá Íslandi, Þýskalandi, Noregi og Spáni. Samver hefur gert heimildamynd sem byggist á viðtölum við foreldra frá þátttökulöndunum og verða valdir kaflar úr myndinni sýndir.