Í KVÖLD etja kappi Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi, og Verzlunarskóli Íslands og fer viðureignin fram á Akranesi. Lið FVA er skipað þeim Þóru Geirlaugu Bjartmarsdóttur, Jóhannesi Guðbrandssyni og Heiðari Lind Hansson.

Í KVÖLD etja kappi Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi, og Verzlunarskóli Íslands og fer viðureignin fram á Akranesi. Lið FVA er skipað þeim Þóru Geirlaugu Bjartmarsdóttur, Jóhannesi Guðbrandssyni og Heiðari Lind Hansson. Lið VÍ er skipað þeim Hafsteini Viðari Hafsteinssyni, Birni Braga Arnarsyni og Steinari Erni Jónssyni.

Þetta er þriðji þátturinn í átta liða úrslitunum.

Úrslit til þessa hafa verið á þann veg að Menntaskólinn Hraðbraut sló Fjölbrautaskólann í Garðabæ út með tveggja stiga mun, 14-12, á meðan MR sigraði MH naumlega, 27-22.

Í síðasta átta liða úrslitaþættinum keppa svo Borgarholtsskóli og Menntaskólinn í Kópavogi.

Spyrjandi í Gettu betur er Logi Bergmann Eiðsson, dómari og spurningahöfundur er Stefán Pálsson, stigavörður er Steinunn Vala Sigfúsdóttir og um dagskrárgerð sér Andrés Indriðason.

Gettu betur hefst kl. 20.10 og er á dagskrá Sjónvarpsins.