Bob Guiney.
Bob Guiney.
HANN er mættur enn á ný, Piparsveinninn , og nú er það fjórða þáttaröðin. Þættir þessir hafa notið talsverðra vinsælda en hér reynir föngulegur hópur kvenna að laða að og lokka föngulegan svein til fylgilags við sig.
HANN er mættur enn á ný, Piparsveinninn, og nú er það fjórða þáttaröðin. Þættir þessir hafa notið talsverðra vinsælda en hér reynir föngulegur hópur kvenna að laða að og lokka föngulegan svein til fylgilags við sig. Í þetta sinnið er það Bob nokkur Guiney sem ætlar að freista gæfunnar, hrokkinhærður og bústinn nokkuð, og svei mér þá ef það vottar ekki fyrir oggolitlum spékoppum! Síðast var það Andrew Firestone og fór það nú svo hjá honum að hann giftist þeirri sem hann valdi. Þau eru að vísu skilin núna og reyndar hefur ekkert samband í Piparsveininum orðið farsælt til þessa. Ætli Bob sé með einhver tromp á hendi sem forða honum frá þeim örlögum?
Piparsveinninn er á dagskrá Skjás eins klukkan 22.00.