ELLEFU sækja um stöðu bæjarstjóra Vesturbyggðar. Umsóknirnar voru kynntar á fundi bæjarráðs í gærmorgun og er búist við að ákvörðun um ráðningu verði tekin á næsta fundi bæjarstjórnar. Í hópi umsækjenda eru nokkrir fyrrverandi bæjar- og sveitarstjórar.

ELLEFU sækja um stöðu bæjarstjóra Vesturbyggðar. Umsóknirnar voru kynntar á fundi bæjarráðs í gærmorgun og er búist við að ákvörðun um ráðningu verði tekin á næsta fundi bæjarstjórnar.

Í hópi umsækjenda eru nokkrir fyrrverandi bæjar- og sveitarstjórar. Umsækjendurnir eru Ásgerður Jóna Flosadóttir í Reykjavík, Björn Elíson á Hvammstanga, Gísli Karlsson í Reykjavík, Glúmur Baldvinsson í Dubai, Guðmundur Rúnar Svavarsson í Grímsnesi, Guðmundur Björnsson í Svíþjóð, Guðmundur Guðlaugsson á Siglufirði, Guðmundur Óskar Hermannsson á Patreksfirði, Haraldur A. Haraldsson á Patreksfirði, Ragnar Jörundarson í Hrísey og Steindór Sigurðsson í Reykjanesbæ.

Nýr bæjarstjóri tekur við störfum af Brynjólfi Gíslasyni sem sagt hefur starfi sínu lausu.