KAREN Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve höfnuðu í 14. sæti í heimsmeistarakeppni atvinnumanna í standard-dönsum sem fram fór í Tókýó í Japan sunnudaginn 29. febrúar sl. Einungis tvö stig vantaði upp á til að þau kæmust í undanúrslit.

KAREN Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve höfnuðu í 14. sæti í heimsmeistarakeppni atvinnumanna í standard-dönsum sem fram fór í Tókýó í Japan sunnudaginn 29. febrúar sl. Einungis tvö stig vantaði upp á til að þau kæmust í undanúrslit.

Karen og Adam, sem eru núverandi heimsmeistarar atvinnumanna í 10 dönsum, hafa sérhæft sig í báðum greinum, þ.e, standard og latin, því má segja að árangur þeirra sé góður en þau færðu sig upp um fjögur sæti frá því í fyrra, segir í tilkynningu. Alls tóku 42 bestu standard-danspör heims, þátt í keppninni. Nær öll pörin sem kepptu, æfa eingöngu aðra greinina fyrir utan Karen og Adam.

Titillinn hafnaði hjá breska parinu Christopher Hawkins og Hazel Newburry sem hafa verið handhafar þessa titils mörg undanfarin ár. Um fjögur þúsund áhorfendur fylltu salinn þar sem keppnin var haldin.

Þá hefur þeim Karen og Adam, hlotnast sú viðurkenning, að vera boðið annað árið í röð, að taka þátt í stórri danssýningu í Japan, sem haldin er ár hvert til heiðurs Misaka prinsi. Sýningin fram fer um miðjan mars í Tókýó.