Sumarlegur: Brúðarvöndur með margarítum og safaríblómum.
Sumarlegur: Brúðarvöndur með margarítum og safaríblómum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
BLÓM og blómaskreytingar eru ómissandi þegar halda á brúðkaup. Til að auðvelda litaval og jafnvel þema hafa Garðheimar staðið fyrir Brúðarhelgi undanfarin ár og kynnt, það sem hæst ber í samsetningu á brúðarvöndum.

BLÓM og blómaskreytingar eru ómissandi þegar halda á brúðkaup. Til að auðvelda litaval og jafnvel þema hafa Garðheimar staðið fyrir Brúðarhelgi undanfarin ár og kynnt, það sem hæst ber í samsetningu á brúðarvöndum. "Rauði liturinn er mjög áberandi í brúðarvöndum og skreytingum í ár," segir Jóhanna Hilmarsdóttir, deildarstjóri í Garðheimum. "Við vorum með þrjá bása og tilvísun í þrjú þemu, sem við kölluðum rómantík, ævintýri og náttúru. Sýningargestir hrifust greinilega af rómantíkinni sem var mjög stílhrein og rauð og eins af því sem við kölluðum náttúruþema og var sett upp í sérstöku tjaldi. "

Jóhanna segir að brúðhjónin hafi oftast ákveðnar hugmyndir um hvernig þau vilji hafa skreytingarnar, bæði liti og eins hvaða blóm eigi að vera í brúðarvendinum en vilji jafnframt fá aðstoð og ráðleggingar. Ef um fágæt blóm er að ræða tekur 10 daga til hálfan mánuð að sérpanta þau að utan.