Áskell Másson
Áskell Másson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Úthlutunarnefndir listamannalauna hafa lokið störfum. Alls bárust 603 umsóknir um starfslaun listamanna 2004, en árið 2003 bárust 636 umsóknir. Skipting umsókna milli sjóða 2004 var eftirfarandi: Launasjóður rithöfunda 155 umsóknir.
Úthlutunarnefndir listamannalauna hafa lokið störfum. Alls bárust 603 umsóknir um starfslaun listamanna 2004, en árið 2003 bárust 636 umsóknir. Skipting umsókna milli sjóða 2004 var eftirfarandi: Launasjóður rithöfunda 155 umsóknir. Launasjóður myndlistarmanna 203 umsóknir.Tónskáldasjóður 25 umsóknir. Listasjóður 220 umsóknir.

Eftirtöldum listamönnum voru veitt starfslaun:

Úr Launasjóði rithöfunda

Í þrjú ár: Guðmundur Páll Ólafsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristín Ómarsdóttir og Sigurjón B. Sigurðsson (Sjón).

Í eitt ár: Andri Snær Magnason, Árni Ibsen, Einar Már Guðmundsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Jón Kalman Stefánsson, Kristín Steinsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Sigfús Bjartmarsson, Sigurður Pálsson og Þórunn Valdimarsdóttir.

Í sex mánuði: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Atli Magnússon, Auður Jónsdóttir, Ágústína Jónsdóttir, Bjarni Bjarnason, Bjarni Jónsson, Einar Kárason, Elísabet K. Jökulsdóttir, Erlingur E. Halldórsson, Eysteinn Björnsson, Eyvindur P. Eiríksson, Geirlaugur Magnússon, Guðjón Friðriksson, Guðmundur Andri Thorsson, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Hannesdóttir, Hallgrímur Helgason, Hjörtur Pálsson, Hlín Agnarsdóttir, Ísak Harðarson, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kristín Marja Baldursdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Óskar Árni Óskarsson, Pétur Gunnarsson, Ragnheiður Gestsdóttir, Rúnar Helgi Vignisson, Sigrún Eldjárn, Sigtryggur Magnason, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigurður Gylfi Magnússon, Sindri Freysson, Stefán Máni Sigþórsson, Steinar Bragi Guðmundsson, Viðar Hreinsson, Viktor Arnar Ingólfsson, Vilborg Davíðsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson.

Úr Launasjóði myndlistarmanna

Í tvö ár: Gabríela Friðriksdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hreinn Friðfinnsson og Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson.

Í eitt ár: Ásmundur Ásmundsson, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Olga Soffía Bergmann, Sara Björnsdóttir og Rúrí (Þuríður Fannberg).

Í sex mánuði: Anna Líndal, Bjargey Ólafsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Egill Sæbjörnsson, Eirún Sigurðardóttir, Erling T.V. Klingenberg, Guðjón Ketilsson, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Halldór Ásgeirsson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hlynur Hallsson, Húbert Nói Jóhannesson, Ívar Valgarðsson, Jóní Jónsdóttir, Kristinn G. Harðarson, Kristján Guðmundsson, Magnús Sigurðarson, Ólafur Sveinn Gíslason, Ólöf Ragnheiður Björnsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Örn Friðriksson, Ráðhildur S. Ingadóttir, Sigrún Inga Hrólfsdóttir og Svava Björnsdóttir.

Í þrjá mánuði: Björk Guðnadóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Sigurþór Hallbjörnsson og Unnar Örn Jónasson Auðarson.

Tveir hlutu ferðastyrk: Guðjón Bjarnason og Leifur Breiðfjörð.

Úr Tónskáldasjóði

Í tvö ár: Áskell Másson.

Í eitt ár: Ríkharður H. Friðriksson, Sveinn Lúðvík Björnsson, Þorsteinn Hauksson og Þórður Magnússon.

Í sex mánuði: Atli Ingólfsson, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Jóhann Jóhannsson og Úlfar Ingi Haraldsson.

Í fjóra mánuði: Þuríður Jónsdóttir.

Úr Listasjóði

Í tvö ár: Sigurður Flosason.

Í eitt ár: Ásgerður Júníusdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Brynja Benediktsdóttir, Guðni Franzson og Rut Ingólfsdóttir.

Í sex mánuði: A. Nanna Ólafsdóttir, Ásdís Valdimarsdóttir, Bjarni Hinriksson, Björn Thoroddsen, Daníel Þorsteinsson, Ellen Kristjánsdóttir, Halldór E. Laxness, Hildigunnur Halldórsdóttir, Ólöf Ingólfsdóttir, Pétur Jónasson, Rúnar Óskarsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Örn Ingi og Örn Magnússon.

Í þrjá mánuði: Arnar Guðjónsson, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir, Viðar Eggertsson og Þorleifur Örn Arnarsson.

Tveir hlutu ferðastyrki: Edda Erlendsdóttir og Martial Guðjón Nardeau.

Listasjóður veitti einnig sérstök framlög til eftirtalinna listamanna sem fengu listamannalaun áður fyrr og voru 60 ára eða eldri við gildistöku laganna um listamannalaun, sbr. 9. gr. laga nr. 35/1991 og ekki fengu starfslaun: Styrkurinn jafngildir starfslaunum í einn mánuð.

Agnar Þórðarson, Benedikt Gunnarsson, Bragi Ásgeirsson, Einar G. Baldvinsson, Einar Bragi Sigurðsson, Eiríkur Smith, Elías B. Halldórsson, Gísli J. Ástþórsson, Gísli Sigurðsson, Guðmundur L. Friðfinnsson, Guðmundur Jónsson, Gunnar Dal, Hjörleifur Sigurðsson, Hörður Ágústsson, Jón Ásgeirsson, Kjartan Guðjónsson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Ólöf Pálsdóttir, Sigurður Hallmarsson, Sigurður A. Magnússon, Skúli Halldórsson og Veturliði Gunnarsson.

Nefndir

Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda var að þessu sinni skipuð Ármanni Jakobssyni, formanni, Ástráði Eysteinssyni og Kristínu Ástgeirsdóttur. Úthlutunarnefnd Launasjóðs myndlistarmanna skipa: Jón B.K. Ransu, Elsa D. Gísladóttir og Margrét Elísabet Ólafsdóttir. Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, varamaður Jóns, tók einnig þátt í störfum nefndarinnar að þessu sinni. Úthlutunarnefnd Tónskáldasjóðs skipa: Árni Harðarson, formaður, Karólína Eiríksdóttir og Guðmundur Óli Gunnarsson. Stjórn listamannalauna til ársins 2006 skipa Guðrún Nordal, formaður, tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna, Baldur Símonarson, varaformaður, skipaður án tilnefningar og Mist Þorkelsdóttir, tilnefnd af Listaháskóla Íslands. Varamenn eru: Guðbjörg Arnardóttir, tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna, Katrín Fjeldsted, skipuð án tilnefningar, og Ragnheiður Skúladóttir, tilnefnd af Listaháskóla Íslands. Ragnheiður Skúladóttir, varamaður Mistar Þorkelsdóttur, tók einnig þátt í störfum stjórnar listamannalauna að þessu sinni.