MEÐ hliðsjón af markmiðum og vaxandi þörf hefur með samkomulagi milli Félagsþjónustunnar í Reykjavík og Geðhjálpar verið komið á félagslegri ráðgjöf í húsnæði Geðhjálpar á Túngötu 7.
MEÐ hliðsjón af markmiðum og vaxandi þörf hefur með samkomulagi milli Félagsþjónustunnar í Reykjavík og Geðhjálpar verið komið á félagslegri ráðgjöf í húsnæði Geðhjálpar á Túngötu 7. Félagsráðgjafar veita stuðning og upplýsingar um réttindamál þeirra er til félagsins leita, svo sem um heilsugæslu, Tryggingastofnun ríkisins auk þjónustu Félagsþjónustunnar.

Þá er einnig um að ræða beina tengingu við Félagsþjónustuna í Reykjavík fyrir þá einstaklinga sem þess óska. Í samvinnu við starfsfólk Geðhjálpar, þ.m.t. sálfræðing félagsins, er reglubundið samráð og framgangur um þau mál sem upp koma við Félagsþjónustuna í Reykjavík.

Nánari upplýsingar og tímapantanir hjá félagsráðgjafa og sálfræðingi eru veittar alla virka daga á skrifstofu Geðhjálpar á Túngötu 7, Reykjavík í síma 570-1700 og eða í gegnum netfang félagsins: gedhjalp@gedhjalp.is