Þórður Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri Straums Fjárfestingabanka, afhendir nemendum í Háskólanum í Reykjavík viðurkenningarskjöl.
Þórður Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri Straums Fjárfestingabanka, afhendir nemendum í Háskólanum í Reykjavík viðurkenningarskjöl. — Ljósmynd/Sigurður Jónsson
51 NEMANDI við Háskólann í Reykjavík fékk nýlega viðurkenningarskjal fyrir framúrskarandi námsárangur á síðustu önn.
51 NEMANDI við Háskólann í Reykjavík fékk nýlega viðurkenningarskjal fyrir framúrskarandi námsárangur á síðustu önn. Viðurkenningarskjölin voru afhent við hátíðlega athöfn í HR að viðstöddum rektor, deildarforsetum, kennurum, fulltrúum nemendafélaga skólans og styrktaraðilum.

Námsárangur þessara afburða nemenda skilar þeim inn á forsetalista hinna þriggja deilda HR, lagadeildar, tölvunarfræðideildar og viðskiptadeildar. Nemendur á forsetalistum fá felld niður skólagjöld á viðkomandi önn. Á þessari önn eru níu nemendur lagadeildar á forsetalista, 24 nemendur í tölvunarfræðideild og 18 nemendur í viðskiptadeild.

Í tilefni athafnarinnar undirrituðu Þórður M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Straums Fjárfestingabanka, og Agnar Hansson, forseti viðskiptadeildar, þriggja ára samning um styrk Straums til deildarinnar vegna forsetalistastyrkjanna.