Efnilegust: Ásta Birna Magnúsdóttir, íþróttamaður Neista á Djúpavogi 2003.
Efnilegust: Ásta Birna Magnúsdóttir, íþróttamaður Neista á Djúpavogi 2003. — Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir
Djúpivogur | Ásta Birna Magnúsdóttir hefur verið valin íþróttamaður ársins 2003 hjá Umf. Neista á Djúpavogi. Ásta Birna er fædd árið 1988 og hefur stundað íþróttir frá unga aldri.
Djúpivogur | Ásta Birna Magnúsdóttir hefur verið valin íþróttamaður ársins 2003 hjá Umf. Neista á Djúpavogi.

Ásta Birna er fædd árið 1988 og hefur stundað íþróttir frá unga aldri. Hún æfir sund af kappi og hefur unnið til margra verðlauna í frjálsum íþróttum.

Fyrir fimm árum fór hún að stunda golf og þykir í dag einn efnilegasti kylfingur landsins. Árið 2003 keppti hún á ýmsum mótum á vegum Golfklúbbs Djúpavogs og vann oftar en ekki til verðlauna.