* HALLDÓR Karlsson, leikmaður meistarflokks Njarðvíkur í Intersport-deildinni, var í gær dæmdur í eins leiks bann af aganefnd KKÍ . Halldór fékk brottrekstrarvillu í leik Snæfells og UMFN hinn 26. febrúar sl.
* HALLDÓR Karlsson, leikmaður meistarflokks Njarðvíkur í Intersport-deildinni, var í gær dæmdur í eins leiks bann af aganefnd KKÍ . Halldór fékk brottrekstrarvillu í leik Snæfells og UMFN hinn 26. febrúar sl. Halldór tekur bannið út í fyrsta leik Njarðvíkinga í úrslitakeppninni.

* ÍVAR Ásgrímsson, landsliðþjálfari kvenna, hefur valið A-landsliðið sem mætir B-landsliðinu, styrktu fjórum bandarískum leikmönnum, á laugardaginn. Ívar hefur einnig valið B-liðið. Leikurinn fer fram í Seljaskóla kl. 16.30. Nokkrir leikmenn Hauka og UMFG, sem eru að leika bikarúrslitaleik í unglingaflokki kvenna á laugardaginn, voru ekki valdir í liðin af þeim sökum. A-landsliðið verður skipað eftirtöldum leikmönnum: Anna María Sveinsdóttir , Birna Valgarðsdóttir , Erla Þorsteinsdóttir , Erla Reynisdóttir , María Ben Erlingsdóttir , Svava Stefánsdóttir allar úr Keflavík . Hildur Sigurðardóttir (KR), Alda Leif Jónsdóttir , Lovísa Guðmundsdóttir , Signý Hermannsdóttir , Svandís Sigurðardóttir allar úr ÍS og Sólveig H. Gunnlaugsdóttir UMFG .

* B-landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Bryndís Guðmundsdóttir , Marín R. Karlsdóttir , Rannveig Randversdóttir allar úr Keflavík , Andrea Gaines , Auður R. Jónsdóttir , Ingibjörg Vilbergsdóttir allar úr Njarðvík , Kashe Tardy ( Grindavík ), Lilja Oddsdóttir , Katie Wolf báðar úr KR , Casie Lowman , Stella Rún Kristjánsdóttir báðar úr ÍS , Kristrún Sigurjónsdóttir úr ÍR .