Margrét Reynisdóttir hefur starfað sem dagmamma í Hafnarfirði um árabil. Hún er ekki ánægð með nýju reglugerðina sem félagsmálaráðuneytið hefur sett fram. Hún segir að verði dagmæðrum gert að starfa með fjögur börn í stað fimm, eins og þær hafa gert í gegn
Margrét Reynisdóttir hefur starfað sem dagmamma í Hafnarfirði um árabil. Hún er ekki ánægð með nýju reglugerðina sem félagsmálaráðuneytið hefur sett fram. Hún segir að verði dagmæðrum gert að starfa með fjögur börn í stað fimm, eins og þær hafa gert í gegn — Morgunblaðið/Ásdís
EINHUGUR ríkir meðal dagforeldra um að sætta sig ekki við fækkun barna úr fimm í fjögur, eins og félagsmálaráðuneyti hefur lagt til í drögum að nýrri reglugerð um daggæslu í heimahúsum.
EINHUGUR ríkir meðal dagforeldra um að sætta sig ekki við fækkun barna úr fimm í fjögur, eins og félagsmálaráðuneyti hefur lagt til í drögum að nýrri reglugerð um daggæslu í heimahúsum. Reiði ríkti á fundi hátt í þrjú hundruð dagforeldra víðs vegar að af landinu sem haldinn var í Gerðubergi á þriðjudagskvöld til kynningar á nýrri reglugerð.

Að sögn Ingu Hönnu Dagbjartsdóttur, sem situr í stjórn Barnavistunar, félags dagforeldra í Reykjavík, eru dagforeldrar ákveðnir í að berjast fyrir því að halda fimmta barninu. Hún segir ljóst að margir muni hætta störfum verði fækkuninni haldið til streitu þar sem enginn grundvöllur sé fyrir daggæslu með einungis fjögur börn

Hún segir að 283 dagmæður hafi nú þegar skrifað undir ályktun sem afhenda á félagsmálaráðherra á næstu dögum en beðið sé eftir undirskriftalistum af landsbyggðinni. Fundurinn í fyrradag var opinn dagforeldrum af öllu landinu, og að sögn Ingu Hönnu fór mætingin fram úr björtustu vonum, dagforeldrar komu úr ýmsum byggðum öðrum en höfuðborgarsvæðinu, t.d. frá Akranesi og úr Keflavík.

Stærsta baráttumál dagforeldra er að halda ákvæði í eldri reglugerð frá 1992 sem segir að hvert dagforeldri megi hafa fimm börn í sinni umsjá, en að sögn Ingu Hönnu er það síst of mikið. Hún segir dagforeldra hafa áhyggjur af því að hafa ekki nóg að gera með fjögur börn. Þá sé fráleitt að skikka þá sem hafi kannski starfað í áratugi með fimm börn í sinni umsjá til að fækka þeim um eitt.

Leggi niður störf í einn dag

Samtök dagforeldra hafa frest til 10. mars nk. til að gera tillögur að breytingum á þeirri reglugerð sem félagsmálaráðuneytið hefur lagt til. Sú hugmynd var lögð fram og rædd á fundinum að dagforeldrar legðu niður vinnu í einn dag yrði ekki tekið tillit til þeirra óska um breytingar. Á fundinum var einnig tekið fyrir það sem dagforeldrar telja óþarfar klausur í reglugerðinni eins og sú grein sem segir að hvert barn skuli vera í aðlögun einn klukkutíma á dag í viku áður en það fer í daggæslu hálfan eða heilan dag. Slíkt telja dagforeldrar að eigi að vera samkomulagsatriði við foreldra og fara eftir þörfum hvers barns.