OPNUÐ verður sýning í anddyri Norræna hússins í dag kl. 17 á myndskreytingum eftir norska listamanninn Knut H. Larsen. Myndirnar, sem eru vatnslitamyndir, gerði hann við söguna Rauði Ormur eftir Frans G. Bengtsson.

OPNUÐ verður sýning í anddyri Norræna hússins í dag kl. 17 á myndskreytingum eftir norska listamanninn Knut H. Larsen. Myndirnar, sem eru vatnslitamyndir, gerði hann við söguna Rauði Ormur eftir Frans G. Bengtsson. Þær lýsa frásögninni um víkinginn Rauða Orm sem kom frá Skáni í Svíþjóð og lenti í mörgum ævintýrum eins og víkingi sæmir.

Í myndlist sinni hefur Knut H. Larsen ekki einskorðað sig við eina grein, heldur málað, gert grafíkverk og myndskreytt bækur. Auk þess hefur hann síðustu árin byrjað að skera út í tré. Hann hefur nýlokið við að gera tréhöggmyndir fyrir fæðingarbæ sinn, og eru þær byggðar á goðsögnum og þjóðsögum.

Knut H. Larsen er fæddur 1942 í Mosjøen í Norður-Noregi. Hann býr nú í Svíþjóð og vinnur þar við myndlistarstörf.

Sýningin stendur til 18. apríl. Opið virka daga kl. 8-17, um helgar kl. 12-17.