— Ljósmynd/Dagný
Reykjanesbær | Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum var fullur af fólki á fyrstu hádegistónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær | Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum var fullur af fólki á fyrstu hádegistónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar. Talið er að 130 manns hafi hlýtt á Davíð Ólafsson bassasöngvara við Íslensku óperuna syngja negrasálma í útsetningu Daníels Bjarnasonar. Meðal undirleikara voru Grímur Helgason klarinettuleikari og Gyða Valtýsdóttir sellóleikari.