Vestmannaeyjabær hefur auglýst eftir umsóknum um búfjárhald í Eyjum, í samræmi við reglugerð þar um, ásamt umsóknum um afnot af beitilandi.
Vestmannaeyjabær hefur auglýst eftir umsóknum um búfjárhald í Eyjum, í samræmi við reglugerð þar um, ásamt umsóknum um afnot af beitilandi.

Á vef Vestmannaeyjabæjar kemur fram að búfjárhald (alifugla, geita, hrossa, kanína, loðdýra, nautgripa, sauðfjár og svína) og lausaganga búfjár er óheimil á Heimaey, nema með leyfi landnytjanefndar. Þá ber þeim sem nytja úteyjar til beitar að hafa samráð við nefndina og búfjáreftirlitsmann um fjölda fjár og fyrirkomulag.

Kynningarfundur um umsóknarferlið verður haldinn hinn 9. mars nk. á Café Kró, kl. 20.30.