Snjóruðningstækin mættust við Hrafnabjörg og þar með voru íbúar Árneshrepps komnir í vegasamband á ný.
Snjóruðningstækin mættust við Hrafnabjörg og þar með voru íbúar Árneshrepps komnir í vegasamband á ný. — Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson
VEGAGERÐARMENN opnuðu í gær veginn norður í Árneshrepp og komust íbúar hreppsins þar með í vegasamband á ný. Byrjað var að sunnanverðu með veghefli í fyrradag og norðan frá með stórum traktor sem er með snjóblásara og tönn.

VEGAGERÐARMENN opnuðu í gær veginn norður í Árneshrepp og komust íbúar hreppsins þar með í vegasamband á ný. Byrjað var að sunnanverðu með veghefli í fyrradag og norðan frá með stórum traktor sem er með snjóblásara og tönn. Mokstur gekk vel og komst veghefillinn norður til Djúpavíkur seint í fyrrakvöld og moksturstækið að norðan inn fyrir Naustvík.

Byrjað var strax í gærmorgun og mættust tækin svo við svonefnd Hrafnabjörg sem eru innarlega í Reykjarfirði, um kl. 15.30 í gær. Að sögn mokstursmanna var mesti snjórinn frá Naustvík og þaðan inn með Reykjarfirðinum. Enn eiga mokstursmenn eftir að moka útaf ruðningum og laga til ruðninga.

Jón Hörður, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík, segir veginn ekki verða færan nema jeppum fyrst um sinn. Það sé eftir að laga veginn þar sem runnið hefur úr og sumstaðar vegna aurbleytu.