Veisluborð frá Cafe Adesso.  Eggert Jónsson bakari stendur við borðið sem er skreytt með blómum frá Garðheimum.
Veisluborð frá Cafe Adesso. Eggert Jónsson bakari stendur við borðið sem er skreytt með blómum frá Garðheimum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Mjög algengt er að fólk kaupi að veisluþjónustu. Ýmist pantar það sali á hótelum, t.d. á Hótel Borg eða Hótel Loftleiðum og fær þá "allan pakkann", salinn, allan mat og þjónustu á staðnum.

Mjög algengt er að fólk kaupi að veisluþjónustu. Ýmist pantar það sali á hótelum, t.d. á Hótel Borg eða Hótel Loftleiðum og fær þá "allan pakkann", salinn, allan mat og þjónustu á staðnum.

Aðrir finna heppilega sali og kaupa svo veisluborðið af aðilum sem selja slíka þjónustu úti í bæ.

Cafe Adesso er nýtt á þessum markaði. Það var stofnað í apríl árið 2002 í Smáralind en nú býður fyrirtækið upp á veisluborð sem hægt er að fá ýmist í sali eða heimahús, eða þá hluta af veisluborðinu, svo sem tertur eða brauðrétti.

"Ef tertu- og brauðveisla er haldin í sal, aðkeypt að fullu, með þjónustu má gera ráð fyrir um 1.750 kr. á mann.

Ef við miðum við veisluföng eingöngu, t.d. fyrir hundrað manns, þá kosta veitingarnar 1.550 kr. á mann. Verðið lækkar í 1.300 krónur á mann ef kransakaka er ekki með á borðinu," segir Guðlaug Pálsdóttir sem rekur Cafe Adesso ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Sveinssyni og Eggert Jónssyni bakara sem er menntaður í konditorium í Danmörku og hefur langa reynslu í sínu fagi.

Eggert sér að sögn Guðlaugar um allan bakstur á Cafe Adesso.

Hægt er að koma og smakka á veisluföngunum

"Hægt er að velja á milli tertna á borð við kókós-passion, fruit-tertu, ostatertu, marsipantertu, kransaköku, súkkulaði-hindberjatertu, kókos-súkkulaði-dessert, súkkulaðitertu fyrir börn og fleira. Fólk getur komið hingað í Cafe Adesso og skoðað og smakkað á tertunum sem við bjóðum upp á til þess að vera með á hreinu hvort því líki bragð þeirra og útlit," segir Guðlaug.

"Við bjóðum einnig upp á brauðtertur og rúllutertubrauð í veisluna, einnig erum við með gott úrval af dönsku smurbrauði, ítalskar snittur, heita brauðrétti og fleira það sem fólk þarf til að gera góða veislu enn betri. Þess ber að geta að hjá okkur starfar smurbrauðsdaman María Svandís Guðnadóttir, sem lærði sitt fag í Noregi.

Það er að verða æ algengara að fólki velji ákveðið "þema" í skreytingum á veisluborð og jafnvel vilja fermingarbörnin tengja fermingartertuna við áhugamál sín, t.d. fótbolta eða skauta, við skreyttum m.a. tertu um daginn fyrir dreng sem er í íshokkí og fundum leið til að láta það áhugamál koma fram á fermingartertunni hans. Við leggjum okkur fram um að koma til móts við slíkar óskir og gera það sem í okkar valdi stendur til að hafa veisluborð í fermingum og fleiri veislum vegleg og falleg."