Guðrún R. Guðmundsdóttir með blómaskreytingu sem nú er vinsæl á fermingarborðum.
Guðrún R. Guðmundsdóttir með blómaskreytingu sem nú er vinsæl á fermingarborðum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Blómaskreytingar eru eitt af því sem setur hvað mestan svip á veislur. Þær geta "lagt línuna", í litum og formum, bæði á veisluborðinu sjálfu, borðum í salnum og jafnvel á fermingarbarninu sjálfu.

Blómaskreytingar eru eitt af því sem setur hvað mestan svip á veislur. Þær geta "lagt línuna", í litum og formum, bæði á veisluborðinu sjálfu, borðum í salnum og jafnvel á fermingarbarninu sjálfu. Guðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir starfar hjá Blómastofunni á Eiðstorgi.

"Í tískunni í fermingarskreytingum í ár er einfaldleikinn ráðandi. Laukar eru mikið notaðir og lögð áhersla á að blómin séu sett upp á sem náttúrulegastan hátt," segir Guðrún Ragnheiður.

"Litirnir í ár eru skærir, lime-grænt, sægrænt (túrkís), dökkbleikt og appelsínugult.

Mér finnst mjög fallegt að blanda þessum litum saman á borð, blóm sem við notum í slíkar skreytingar eru t.d. túlípanar, ranunculus og hýasintur, sem mörgum finnast vera jólablóm en eru nú mjög vinsælar sem vorblóm, þær eru til í ýmsum litum.

Það er mjög mikið núna um hvíta dúka og borðdregla yfir í skærum litum og svo eru hafðar servíettur í stíl við dregla, blóm og kerti."

Hvernig eru blómaskreytingar helst settar upp?

"Mikið er notað gler, vasar af ýmsu tagi, lágir og breiðir eða háir og í ýmsum litum."

En hvað með blóm í hárskreytingar?

"Ef notaðar eru hýasintur í borðskreytingu eru t.d. notaðar klukkurnar af því blómi í hárið á fermingarstúlkunni. Annars hefur dregið dálítið úr notkun blóma í hárgreiðslum fermingarstúlkna að undanförnu."