Nú erum við aldeilis heppin. Við höfum nefnilega fengið splunkunýja og spennandi teiknmyndasögu í barnablaðið. Teiknimyndasagan heitir Jakari og er um lítinn indjánastrák sem þarf að læra að bjarga sér úti í náttúrunni og lifa í samræmi við hana.

Nú erum við aldeilis heppin. Við höfum nefnilega fengið splunkunýja og spennandi teiknmyndasögu í barnablaðið. Teiknimyndasagan heitir Jakari og er um lítinn indjánastrák sem þarf að læra að bjarga sér úti í náttúrunni og lifa í samræmi við hana.

Jakari er glaður og góður strákur sem lendir í ýmsum spennandi ævintýrum með vinum sínum, sem eru alls konar dýr. Hann þarf líka stundum að takast á við ógnir náttúrunnar en þar sem hann er svo heppinn að geta talað við dýrin geta þau hjálpað honum að skilja jafnvægi náttúrunnar og kennt honum að lifa í samræmi við hana.