Það getur verið gaman að hengja skemmtilega óróa upp í gluggana þegar það fer að vora og sólin fer að gægjast inn. Það er líka einfalt að búa til skemmtilega óróa í uppáhaldslitunum ykkar.
Það getur verið gaman að hengja skemmtilega óróa upp í gluggana þegar það fer að vora og sólin fer að gægjast inn. Það er líka einfalt að búa til skemmtilega óróa í uppáhaldslitunum ykkar. Þið getið til dæmis gert það með því að teikna sex hluta, eins og notaðir eru í óróann hér á myndinni, á pappaspjald. Litið síðan pappahlutana í þeim litum sem ykkur finnst passa best, klippið þá út og hengið þá upp með bandi eða girni.