Flestir nútímamenn leggja metnað sinn í það að vera hreinir og fínir. Þetta hefur þó ekki alltaf verið þannig því að í hinu forna Persaríki þótti það til dæmis alls ekki karlmannlegt að þvo sér.

Flestir nútímamenn leggja metnað sinn í það að vera hreinir og fínir. Þetta hefur þó ekki alltaf verið þannig því að í hinu forna Persaríki þótti það til dæmis alls ekki karlmannlegt að þvo sér.

Karlar í ríkinu fóru því helst aldrei í bað en notuðu þess í stað ilmvötn til að fela verstu lyktina.

Persum þótti meira að segja svo niðurlægjandi fyrir karlmenn að þvo sér að það kom fyrir að uppreisnarmenn væru dæmdir til að fara daglega í bað í refsingarskyni.