Eyþór Ingi Jónsson
Eyþór Ingi Jónsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Laugardagur Hallgrímskirkja kl. 12 Næstur til að leika í tónleikaröðinni "Klais-orgelið hljómar" er Eyþór Ingi Jónsson. Hann leikur og kynnir valin orgelverk frá barokktímanum, m.a. föstusálmforleika eftir J.S. Bach, en einnig verk N. Bruhns,...

Laugardagur

Hallgrímskirkja kl. 12 Næstur til að leika í tónleikaröðinni "Klais-orgelið hljómar" er Eyþór Ingi Jónsson. Hann leikur og kynnir valin orgelverk frá barokktímanum, m.a. föstusálmforleika eftir J.S. Bach, en einnig verk N. Bruhns, M. Weckman, Böhn og D. Buxtehude.

Seltjarnarneskirkja kl. 15 Samkór Mýramanna. Tónleikarnir verða teknir upp og verða á væntanlegum geisladiski kórsins.

Borgarleikhúsið kl. 15.15 Breskar fantasíur á 15:15 tónleikum. Poulenc-hópurinn flytur kammertónlist eftir Benjamin Britten, Peter Warlock og Arnold Bax.

Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 15.30 Lúðrasveitin Ringerike Janitsar leikur úrval norskra og íslenskra verka. Á fimmta tug hljóðfæraleikara á öllum aldri skipa sveitina undir stjórn Einars Jónssonar básúnuleikara. Lúðrasveit Verkalýðsins leikur einnig á tónleikunum. Aðgangur er ókeypis.

Listasafn Akureyrar kl. 15 Á sýningunni "Allar heimsins konur" eru 176 verk eftir 176 konur frá jafnmörgum löndum. Í vestursal er innsetning eftir Önnu Líndal, Halló Akureyri! Safnið er opið virka daga frá kl. 12-17.

Ráðhús Reykjavíkur, kaffistofa Lóa Guðjónsdóttir sýnir fjórar vatnslitamyndir sem hún tileinkar árstíðunum. Sýningin nefnist Litaljóð.

Sunnudagur

Laugarneskirkja kl. 16 Dagný Marinósdóttir flautuleikari og Þorvaldur Már Guðmundsson gítarleikari flytja verk eftir Béla Bartók, Gabriel Fauré, Jacques Ibert, Isaac Albéniz, Augustin Barrios Mangoré og Máximo Diego Pujol. Auk þess verður flutt nýtt verk eftir Eirík Árna Sigtryggsson sem samið var sérstaklega fyrir dúóið.

Seltjarnarneskirkja kl. 17 Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytur verk eftir Beethoven: Prometheus-forleikuinn, Sinfóníau nr. 5 og píanókonsert nr. 3. Einleikari er Jón Sigurðsson. Stjórnandi er Tryggvi M. Baldvinsson.

Salurinn kl. 20 KaSa-hópurinn býður uppá "fusion"-tónleika. Gestir hópsins er hljómsveitin Búdrýgindi, Páll Palomares fiðluleikari og tónskáldið Hugi Guðmundsson. Flutt verður frumsamin tónlist eftir Búdrýgindi, m.a. frumflutt verkið Skissur eftir Huga. Þá verður flutt verk eftir bandaríska tónskáldið Robert Dick, Techno Yaman.

Langholtskirkja kl. 20 Sinfónísk blásarasveit frá River Falls-háskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum gerir hér stuttan stans á leið sinni til tónleikahalds í Evrópu. Stjórnandi er Kristin Tjornehoj. Hljómsveitina skipa um sextíu tónlistarnemar og flytja þeir veraldleg og kirkjuleg verk sem eru sérstaklega samin fyrir sinfóníska blásarasveit og einnig útsetningar fyrir sveitina.

Allegro-skólinn, Tranavogi 5 Suzukitónlistarskólinn Allegro er fimm ára í ár og heldur af tilefninu tónleika með núverandi og fyrrverandi nemendum skólans á aldrinum 4-20 ára. Þetta eru aðrir tónleikar skólans sem haldnir eru af tilefninu.

Listasafn Íslands kl. 12-17 Nemendur frá LHÍ ræða um Flúxussýninguna og svara spurning gesta sem kvikna.

Hafnarborg kl. 14 og kl. 16 Gunnar Örn verður með leiðsögn um minningarsýninguna á myndverkum Elíasar Hjörleifssonar. Þetta er síðasti sýningardagurinn.

Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn kl. 14 Erling Klingenberg segir frá sýningu sinni í Píramídanum. Opið daglega kl. 13-16.

Kjarvalsstaðir kl. 15 Ragnhildur Stefánsdóttir ræðir verk sín og skoðar sýninguna ásamt sýningargestum. Sýningin er samsýning Ragnhildar, Önnu Eyjólfsdóttur og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur. Safnið er opið daglega kl. 10-17.

Gamla bókasafnið, Mjósundi 12, Hafnarfirði, kl. 15 Sögusýningin "Gandhi, King, Ikeda. Friður fyrir komandi kynslóðir" fjallar um líf og störf þessara friðarleiðtoga. Sýningin leggur áherslur á mannleg gildi og hetjulega baráttu þessara einstaklinga fyrir betri heimi. Hún hefur verið sett upp víða um heim. Opið frá kl. 14 alla daga til 28. mars.

Mánudagur

Listaháskóla Íslands, Skipholti 1 kl. 12.30 Roxy Thoren flytur fyrirlesturinn "Integrating Landscape and Architecture". Roxi Thoren útskrifaðist sem arkitekt og landslagshönnuður frá Háskólanum í Virginiu og leitast við að sameina þessar tvær greinar í hönnun sinni.

Þriðjudagur

Salurinn kl. 20 Theresa Bokany, fiðla, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, flytja Sónötu fyrir fiðlu og píanó í g-moll "Djöflatrillan" eftir Giuseppe Tartini, Sónötu fyrir fiðlu og píanó op. 12, nr. 1 í D-dúr eftir Ludwig van Beethoven og Sónötu fyrir fiðlu og píanó í A-dúr eftir César Franck.

Listaháskóli Íslands, Skipholti 1, kl. 12 Breski myndlistarmaðurinn Kenneth Devine flytur fyrirlesturinn "The Haphazard Colour Machine " og í kjölfarið verður opið hús á sama stað (stofu 113) á fimmtudag frá kl. 12.30. Gestum verður boðið að verða þátttakendur í verkefninu The Haphazard Colour Machine.

Gallerí Hún og hún, Skólavörðugstíg 17 Síðasti sýningardagur á verkum Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá.

Miðvikudagur

Norræna húsið kl. 12.30 Háskólakórinn , undir stjórn Hákonar Leifssonar á Háskólatónleikum. Flutt verða verk eftir Báru Grímsdóttur, Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Ásgeirsson og Pál P. Pálsson.

Norræna húsið kl. 20 Sveinn Einarsson leikstjóri fjallar um uppáhalds norræna leikskáldið sitt, August Strindberg. Sveinn segir frá skáldinu og þeim leikritum sem hann hefur sett upp eftir Strindberg.

Fimmtudagur

Háskólabíó kl. 19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba. Einleikari: Joseph Ognibene og einsöngvari Paul Agnew tenór. Flutt verða verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Divertimento Kv. 136 (125a) og Sinfónía nr. 29. Benjamin Britten, Serenaða fyrir tenór, horn og strengi. Henry Purcell/Benjamin Britten, Chaconne í g moll.

Grand hótel kl. 19.30 Barbara Berger, höfundur bókarinnar Skyndibitar fyrir sálina, heldur fyrirlestur ásamt Tim Ray. Þau útskýra leiðir til að finna það sem við leitum að.