Kventett: Kvenblásararnir hafa æft af kappi fyrir tónleikana um helgina, f.v. Þórhildur Guðmundsdóttir, Ásdís Þórðardóttir, Lilja Valdimarsdóttir, Karen Sturlaugsson og Vilborg Jónsdóttir.
Kventett: Kvenblásararnir hafa æft af kappi fyrir tónleikana um helgina, f.v. Þórhildur Guðmundsdóttir, Ásdís Þórðardóttir, Lilja Valdimarsdóttir, Karen Sturlaugsson og Vilborg Jónsdóttir.
Keflavík | Málmblásarakvintettinn Kventett heldur tónleika í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum á morgun, sunnudag, klukkan 16. Kventett er fyrsti íslenski málmblásarakvintettinn sem eingöngu er skipaður konum.

Keflavík | Málmblásarakvintettinn Kventett heldur tónleika í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum á morgun, sunnudag, klukkan 16. Kventett er fyrsti íslenski málmblásarakvintettinn sem eingöngu er skipaður konum.

Kventett er skipaður þeim Karen Sturlaugsson trompetleikara, Ásdísi Þórðardóttur trompetleikara, Lilju Valdimarsdóttur hornleikara, Vilborgu Jónsdóttur básúnuleikara og Þórhildi Guðmundsdóttur túpuleikara. Tvær þeirra, Karn og Lilja, kenna við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þar sem Karen er aðstoðarskólastjóri. Gestaspilarar á tónleikunum eru Rebekka B. Björnsdóttir á bassa og Þorvaldur Halldórsson á slagverk.

Uppistaðan í efnisskrá tónleikanna er tónlist sem samin var sérstaklega fyrir málmblásarakvintetta á 20. öldinni. "Við leitumst við að spila tónlist með léttu yfirbragði og gjarnan með smá jassívafi og því mun verkefnavalið litast af því," segir í fréttatilkynningu Kventett um tónleikana.