ELDRI hjón kenndu sér nokkurra eymsla og voru flutt á slysadeild eftir útafakstur á Reykjanesbraut í gær. Bílnum var ekið út af veginum þar sem unnið er að tvöföldun hans innan við Voga, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík.
ELDRI hjón kenndu sér nokkurra eymsla og voru flutt á slysadeild eftir útafakstur á Reykjanesbraut í gær. Bílnum var ekið út af veginum þar sem unnið er að tvöföldun hans innan við Voga, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík. Orsakir óhappsins eru enn óljósar en bíllinn tók þrjár plaststikur sem þarna eru vegna vegaframkvæmdanna með sér þegar honum var ekið út af. Bíllinn lenti í litlum skurði en kastaðist svo úr honum og hélt áfram nokkra metra í viðbót.