Formennska Bjarni Ármannsson.
Formennska Bjarni Ármannsson.
BJARNI Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, var í gær kjörinn formaður stjórnar Sjóvár-Almennra trygginga hf., en félagið er dótturfélag Íslandsbanka. Með Bjarna voru kosnir í stjórn þeir Benedikt Jóhannesson varaformaður, Aðalsteinn Jónasson hrl.

BJARNI Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, var í gær kjörinn formaður stjórnar Sjóvár-Almennra trygginga hf., en félagið er dótturfélag Íslandsbanka.

Með Bjarna voru kosnir í stjórn þeir Benedikt Jóhannesson varaformaður, Aðalsteinn Jónasson hrl., Kristján Ragnarsson fyrrum stjórnarformaður Íslandsbanka, og Magnús L. Sveinsson fyrrum formaður VR. Allir stjórnarmenn eru nýir í stjórn.

Stjórnarmenn sem hættu störfum í gær eru Benedikt Sveinsson sem verið hefur stjórnarformaður í 25 ár, Hjalti Geir Kristjánsson sem verið hefur varaformaður frá stofnun félagsins, Kristinn Björnsson, Kristján Loftsson, Guðrún Pétursdóttir, Garðar Halldórsson og Ólafur B. Thors.

Einar Sveinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, sagði spurður í samtali við Morgunblaðið að það yrði fyrsta verk nýrrar stjórnar að ráða nýjan framkvæmdastjóra til félagsins, en stjórnin mun að hans sögn hittast á næstunni.