[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
7.-16. mars 2004

Taflmennskan á 21. Reykjavíkurskákmótinu hefur verið mjög lífleg og mikið um spennandi skákir. Fimm umferðum er lokið, þegar þetta er ritað, og eru sex stórmeistarar jafnir í efsta sætinu, með 4 vinninga. Þeir eru Dreev (Rússlandi), Timman (Hollandi), Aronjan (Armeni, sem er sestur að í Þýskalandi), Krasenkow (Póllandi), Erenburg (Ísrael) og Hillarp-Persson (Svíþjóð). Í hópi næstu keppenda er Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, með 3½ v. Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson, og alþjóðlegu meistararnir Bragi Þorfinnsson og Stefán Kristjánsson koma næstir, með 3 vinninga. Jafn þeim er Norðmaðurinn ungi, Magnus Carlsen. Í dag er frí á mótinu, en sjöunda umferð verður tefld í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst kl. 17:00.

Í hópi efstu manna er sænski stórmeistarinn Tiger Hillarp-Persson. Við skulum nú sjá snyrtilegt handbragð hans í skák við ástralska stórmeistarann, Ian Rogers. Hvítt: Hillarp-Persson Svart: Rogers Nútímavörn 1.d4 g6 2.e4 Bg7 3.Be3 c6 4.Dd2 d5 5.e5 6.f4 Rh6 7.h3 - Kemur í veg fyrir 7.-Bg4. Dæmi um þann leik: 7.Rf3 Bg4 8.Be2 0-0 9.Rc3 Rf5 10.Bf2 Rd7 11.0-0 Bh6 12.Hae1 Bxf3 13.Bxf3 fxe5 14.dxe5 e6 15.Bg4 De7 16.Bh3 Hf7 17.g4 Rh4 18.Bg3 Haf8 19.Kh1 Bg7 20.Df2 Db4 21.Bxh4 Hxf4 22.De2 Dxb2 23.Hxf4 Hxf4 24.Rd1 Dxa2 25.Re3 d4 26.Rc4 b5 27.Bg3 Hf8 28.Rd6 Rb6 29.g5 h5 30.gxh6 Bxh6 31.Dg4 Dxc2 32.Dxe6+ Kh8 33.Bg2 Dd3 34.Be4 Hf1+ 35.Kg2 og svartur gafst upp (Kamsky-Shirov, Mónakó 1996).

7...Rf5 8.Bf2 fxe5 9.dxe5 h5 10.Rf3 Rd7 Aðalvandamál svarts er, að hann getur ekki komið í veg fyrir, að hvítur leiki g2-g4 með hinum hefðbundna leik, h5-h4, því að það peð fellur, eftir uppskipti á riddaranum á f5 fyrir biskupinn á f1.

11.Rc3 Rf8 12.Bd3 Da5 13.0-0-0 Be6 14.Kb1 0-0-0 15.Re2 Dxd2 16.Hxd2 Kb8 17.Hdd1 Bc8 18.Hhg1 Rh6 19.a4 Bf5 20.Bxf5 Rxf5 Eftir 20...gxf5 fellur peðið á h5: 21.Rg3 Re6 22.Rxh5 o.s.frv.

21.g4 hxg4 22.hxg4 Rh6 23.Rg5 --

23...He8 24.Rd4 e6 25.a5 He7 26.Hd3 Rf7 27.Hb3 Ka8 Eina von svarts um eitthvert mótspil liggur í eftirfarandi leið: 27...Kc7!? 28.Rdf3 Rxg5 29.Rxg5 Rd7 30.Bxa7 Ha8 31.Bb6+ Rxb6 32.axb6+ Kd7 33.Hh1 Ha4 34.Ha3 Hxf4 35.Ha7 Bxe5 36.Hxb7+ Kd6 37.Hxe7 Kxe7 38.He1 Bd6 39.Hxe6+ Kd7 40.b7 Hb4 41.Hxg6, þótt óvíst sé, að hann geti haldið jöfnu í því tilviki.

28.Rxf7 Hxf7 29.a6 c5 30.axb7+ Hxb7 31.Hxb7 Kxb7 32.Rf3 Kc6 33.Bh4 Bh6 34.Bg3 d4 35.c4 dxc3 36.bxc3 Kd5 37.Rd2 Rd7 Svartur getur ekki leikið 37...g5 38.c4+ Kc6 (svartur má ekki leika 38...Kd4, því að hann verður mát, eftir 39.Kc2, ásamt H-e1-e4) 39.f5 og hvítur á yfirburðatafl.

38.c4+ Kc6 39.Kc2 Hf8 40.g5 Bg7 41.Rf3 --

41...Rb6 42.Kc3 Rc8 43.Rh4 Rd6 44.Rxg6 Hb8 45.Re7+ Kd7 46.Hd1 Hb6 47.f5 og svartur gafst upp, því að hann á enga von um björgun, eftir 47.-Kxe7 48.f6+, eða 47.-exf5 48.Rxf5 o.s.frv.

Bragi Kristjánsson