FORSALA aðgöngumiða á viðburði Listahátíðar í Reykjavík, sem hófst á Netinu sl. miðvikudag, hefur farið vel af stað. Alls er selt inn á átján viðburði í átta húsum og er því um að ræða umfangsmestu netmiðasölu á listviðburði á Íslandi til þessa.

FORSALA aðgöngumiða á viðburði Listahátíðar í Reykjavík, sem hófst á Netinu sl. miðvikudag, hefur farið vel af stað. Alls er selt inn á átján viðburði í átta húsum og er því um að ræða umfangsmestu netmiðasölu á listviðburði á Íslandi til þessa.

Guðrún Kristjánsdóttir kynningarstjóri segir miðasöluna langt komna á leikflokkana þrjá frá Japan, Rússlandi og Þýskalandi. "Mér sýnist að slegist verði um hvern miða á rússneska St. Basil karlakórinn sem verður með tvenna tónleika 15. maí en fjölmargir hafa líka fest sér miða á Olgu Borodinu og Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíó 19. og 22. maí og Susana Baca frá Perú er mjög vinsæl. Mér sýnist líka mikill áhugi á gyðingabandinu Klezmer Nova frá Frakklandi og ítölsku hljómsveitunum I Solisti Veneti og NCCP. Af innlendum viðburðum verður augljóslega mikil aðsókn í Þjóðleikhúsið á Kvöldstund með Jónasi Ingimundarsyni og tónlistarævintýrið Ísland-Írland í Laugardalshöll 29. maí hefur tekið ágætis kipp," segir Guðrún.

Miðasalan í Bankastræti 2 hefst 2. apríl. Netsalan er á slóðinni www.artfest.is.