Nemendur | Helgina 5. til 7. mars fóru nemendur Fsu í VGT (verktækni grunnnáms) í námsferð til Reykjavíkur og nágrennis.

Nemendur | Helgina 5. til 7. mars fóru nemendur Fsu í VGT (verktækni grunnnáms) í námsferð til Reykjavíkur og nágrennis. Nemendurnir eru fyrstu nemendur skólans sem stunda nám á nýrri námsbraut sem ber heitið grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina og er nú í fyrsta sinn verið að kenna verklega áfanga í veggfóðrun, pípulögnum, málun og múrverki. Kennari í þessum greinum við skólann er Kristján Þórðarson.

Kóramót í FSu | Á laugardaginn, hinn 13. mars, heldur kór FSu framhaldsskólakóramót í skólanum. Tólf kórar hafa boðað þátttöku og eru hátt á fjórða hundrað söngelskir framhaldsskólanemar væntanlegir í skólann til að syngja, dansa og skemmta sér allan liðlangan laugardaginn. Frá kl. 14.30 er fólki velkomið að líta inn og hlusta.