* RÚNAR Kristinsson skoraði eitt marka Lokeren þegar liðið vann Heusden-Zolder , 3:2, á útivelli í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. * EINAR Karl Hjartarson varð í 11.
* RÚNAR Kristinsson skoraði eitt marka Lokeren þegar liðið vann Heusden-Zolder , 3:2, á útivelli í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld.

* EINAR Karl Hjartarson varð í 11. sæti í hástökki á bandaríska háskólameistaramótinu í frjálsíþróttum í gærkvöldi, en mótið fór fram í Fayetteville í Arkansas . Einar stökk 2,13 metra.

*HELENA Ólafsdóttir

, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Skotum í vináttulandsleik í Egilshöll í dag. Laufey Ólafsdóttir úr Val getur ekki leikið vegna veikinda, og í hennar stað var Sólveig Þórarinsdóttir úr KR valin. Sólveig er nýliði í íslenska landsliðinu en hún hefur leikið með U-17 og U-19 landsliðum Íslands .

* ARSENE Wenger , knattspyrnustjóri Arsenal , var í gær útnefndur knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal vann alla fimm leiki sína í deildinni í mánuðinum og er enn taplaust á leiktíðinni í deildinni þegar 29 leikir eru að baki undir stjórn Wengers .

* DENNIS Bergkamp og Edu , lærisveinar Wengers hjá Arsenal voru valdir leikmenn mánaðarins í úrvalsdeildinni. Þetta er í fyrsta sinn síðan á leiktíðinni 1995/96 sem viðurkenningunni er skipt milli tveggja manna en þá urðu Stan Collymore and Robbie Fowler, þáverandi leikmenn Liverpool fyrir valinu.

* ÞÁ fékk Thierry Henry , framherji Arsenal , sérstaka viðurkenningur fyrir að vera fyrsti leikmaðurinn sem brýtur 20 marka múrinn á leiktíðinni. Freddie Ljungberg , leikmaður Arsenal , var kjörinn besti leikmaður 6. umferðar ensku bikarkeppninnar og hlaut viðurkenningu af því tilefni.

*QUINTON Fortune, S-Afríkumaðurinn í liði Manchester United , leikur ekki meira með Englandsmeisturunum á þessari leiktíð. Fortune þurfti að gangast undir hnéaðgerð í vikunni og sagði Sir Alex Ferguson að hann yrði frá út tímabilið. Þá upplýsti Ferguson að fyrirliðinn Roy Keane yrði ekki með í grannslagnum gegn Manchester City á morgun vegna meiðsla og ólíklegt er að Ronaldo verði með af sömu ástæðum.

*EIÐUR Smári Guðjohnsen og Adrian Mutu leika ekki með Chelsea gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag, þar sem þeir taka út leikbann.

* PAUL Dickov, Frank Sinclair og Keith Gillespie, leikmenn Leicester, fengu að snúa aftur heim til Bretlands í gær, en þeir hafa setið í fangelsi á Spáni frá því á föstudag - ákærðir fyrir hafa beitt þrjár konur kynferðislegu ofbeldi. Þeim var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu, um 25 milljóna ísl. króna. Þeir mæta á æfingu hjá Leicester á mánudaginn.