Daniel Day-Lewis fer á kostum í Nafni föðurins.
Daniel Day-Lewis fer á kostum í Nafni föðurins.
TÁKNIN/Signs (2002) Sísta mynd Shyamalan ( Sjötta skilningarvitið, Óbugandi ) en samt vel ógnvekjandi. Stöð 2 kl. 21.40. BRÝRNAR Í MADISON-SÝSLU/The Bridges of Madison County (1995) Fín kvikmyndagerð Eastwoods á rómaðri skáldsögu.

TÁKNIN/Signs (2002)

Sísta mynd Shyamalan (Sjötta skilningarvitið, Óbugandi) en samt vel ógnvekjandi. Stöð 2 kl. 21.40.

BRÝRNAR Í MADISON-SÝSLU/The Bridges of Madison County (1995)

Fín kvikmyndagerð Eastwoods á rómaðri skáldsögu. Sumum finnst hún væmin en öðrum sú rómantískasta. SkjárEinn kl. 22.

Í NAFNI FÖÐURINS/ In the Name of the Father (1993)

Mögnuð mynd og sláandi samtímasöguheimild - þótt gölluð sé sem slík. Daniel Day-Lewis á sínum besta degi. Stöð 2 kl. 23.25.

GRAFARÞÖGN /Dead Calm (1989)

Hreint frábær sálfræðispenna, óður til Hnífs í vatninu Polanskis og verðugur sem slíkur. Kynnti Nicole Kidman til sögunnar. SkjárEinn kl. 0.10.

Skarphéðinn Guðmundsson