Þorgils Óttar Mathiesen
Þorgils Óttar Mathiesen
SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins eru yfirgnæfandi líkur á að Þorgils Óttar Mathiesen, framkvæmdastjóri fjárhagssviðs Íslandsbanka, verði framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga, dótturfélags Íslandsbanka, í stað Einars Sveinssonar.

SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins eru yfirgnæfandi líkur á að Þorgils Óttar Mathiesen, framkvæmdastjóri fjárhagssviðs Íslandsbanka, verði framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga, dótturfélags Íslandsbanka, í stað Einars Sveinssonar. Einar hefur tilkynnt að hann láti af störfum, en hann hefur verið kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka.

Á aðalfundi Sjóvár-Almennra í gær var Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, kjörinn stjórnarformaður. Með Bjarna voru kosnir í stjórn þeir Benedikt Jóhannesson varaformaður, Aðalsteinn Jónasson hrl., Kristján Ragnarsson, fyrrum stjórnarformaður Íslandsbanka, og Magnús L. Sveinsson, fyrrum formaður VR. Allir stjórnarmenn eru nýir í stjórn.