Eiginhandaráritanir: Krakkarnir söfnuðust að Karli B. sem skrifaði kveðju til hvers og eins.
Eiginhandaráritanir: Krakkarnir söfnuðust að Karli B. sem skrifaði kveðju til hvers og eins. — Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Grindavík | Það tilheyrir á vorönn að gestagangur sé mikill í skólum landsins. Krökkunum í Grunnskóla Grindavíkur þótti ekki leiðinlegt að fá jafn góðan gest og Kalla Bjarna Idol-stjörnu í heimsókn og heyra hann syngja nokkur lög.

Grindavík | Það tilheyrir á vorönn að gestagangur sé mikill í skólum landsins.

Krökkunum í Grunnskóla Grindavíkur þótti ekki leiðinlegt að fá jafn góðan gest og Kalla Bjarna Idol-stjörnu í heimsókn og heyra hann syngja nokkur lög.

"Það er búið að vera nóg að gera. Ég var að hitta Þorvald, Vigni í Írafári og Eið í Skífunni vegna plötunnar. Við hlustuðum á einhver 25 lög og fundum mörg góð lög og þar á meðal voru tvö eftir mig. Ég hef verið að kíkja í skólana og syngja og í dag er ég einnig að gefa eiginhandaráritanir. Þetta tekur mikinn tíma því að ég vil hafa

þetta persónulegt og skrifa því til viðkomandi og frá Karli B.", sagði Kalli Bjarni.