Anna Lind Sævarsdóttir, Sóley Lilja Brynjarsdóttir og sýningarstjórinn, Ásgerður Júlíusdóttir, að setja upp sýninguna í Listaháskólanum.
Anna Lind Sævarsdóttir, Sóley Lilja Brynjarsdóttir og sýningarstjórinn, Ásgerður Júlíusdóttir, að setja upp sýninguna í Listaháskólanum. — Morgunblaðið/Ásdís
SAMSÝNING nemenda í listfræði við HÍ og LHÍ verður opnuð í Listaháskólanum í Laugarnesi kl. 16 í dag, laugardag. Samsýningin á að fjalla um sjálfa sig.

SAMSÝNING nemenda í listfræði við HÍ og LHÍ verður opnuð í Listaháskólanum í Laugarnesi kl. 16 í dag, laugardag. Samsýningin á að fjalla um sjálfa sig. Samhengi hennar byggist á því að nemendur hugleiði hugtakið samsýning þegar þeir velja verkin sem þeir ætla að sýna.

Nemendurnir hafa verið í áfanganum "Sýningargerð og sýningastjórn" hjá Halldóri B. Runólfssyni og hafa fengið að spreyta sig á sýningargerð og notast við verk nemendanna. Hver nemandi fyrir sig hefur ákveðnu hlutverki að gegna við sýningargerðina og er þetta í fyrsta sinn sem þessi áfangi er í boði hérlendis. Í tilefni af sýningunni verður opnað vefsetur þar sem gefur að líta þátttakendur í sýningunni, hlutverk hvers og eins, hugsunina á bak við verkin og ljósmyndir af verkum eftir listamennina. Slóðin er www.1321.lhi.is.