Ljósið loftin fyllir, og loftin verða blá. Vorið tánum tyllir tindana á. Dagarnir lengjast, og dimman flýr í sjó. Bráðum syngur lóa í brekku og mó. Og lambagrasið ljósa litkar mel og barð. Og sóleyjar spretta sunnan við garð.

Ljósið loftin fyllir,

og loftin verða blá.

Vorið tánum tyllir

tindana á.

Dagarnir lengjast,

og dimman flýr í sjó.

Bráðum syngur lóa

í brekku og mó.

Og lambagrasið ljósa

litkar mel og barð.

Og sóleyjar spretta

sunnan við garð.

- - -

Þorsteinn Gíslason.