MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi yfirlýsingu: VIÐ undirritaðir skipstjórar á eftirtöldum loðnuskipum mótmælum fréttaflutningi DV af strandi Baldvins Þorsteinssonar EA.

MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi yfirlýsingu:

VIÐ undirritaðir skipstjórar á eftirtöldum loðnuskipum mótmælum fréttaflutningi DV af strandi Baldvins Þorsteinssonar EA. Við sem þarna vorum að veiðum mótmælum þeim sökum sem á okkur eru bornar. Við teljum að þessi vertíð sé í engu frábrugðin öðrum vertíðum né öðruvísi að veiðum staðið.

Við lýsum eindregnum stuðningi við Árna Þórðarson, sem er þrautreyndur skipstjóri og sjómaður góður. Við vottum áhöfn og útgerð samúð okkar og vonum að skipið náist sem fyrst út og geti haldið til veiða. Jafnframt skal það upplýst að þeir sem undir þetta rita hafa fengið nótina í skrúfuna og það oftar en einu sinni, þrátt fyrir mikla reynslu.

Virðingarfyllst,

Bjarni Bjarnason, Súlunni EA,

Gunnar Gunnarsson, Svani RE,

Magnús Þorvaldsson, Skarfi GK,

Rúnar Björgvinsson,

Grindvíkingi GK,

Sturla Þórðarson, Berki NK,

Þorsteinn Kristjánsson,

Hólmaborg SU,

Grétar Rögnvaldsson, Jóni

Kjartanssyni SU,

Helgi Valdimarsson, Sighvati

Bjarnasyni VE.