VINSÆLDIR megrunarkúra sem byggjast á því að kolvetna sé neytt í sem minnstu magni hafa leitt til þess að ýmsir matvælaframleiðendur eru nú farnir að markaðssetja kolvetnasnauðar vörur.

VINSÆLDIR megrunarkúra sem byggjast á því að kolvetna sé neytt í sem minnstu magni hafa leitt til þess að ýmsir matvælaframleiðendur eru nú farnir að markaðssetja kolvetnasnauðar vörur.

Matvælafyrirtæki og veitingastaðir hafa áttað sig á því að fjölmargir vilja draga úr hlutfalli kolvetna í daglegu fæði, þótt þeir séu ekki tilbúnir að fara eftir ströngum megrunarkúrum eins og þeim sem kenndir eru við Atkins eða South Beach. Í síðasta mánuði komu fulltrúar 450 fyrirtækja, þar á meðal matvælarisa á borð við Kraft og Wal-Mart, saman í Denver til að ræða möguleikana á þessum markaði, sem spáð er að muni velta um 25 milljörðum dollara á þessu ári.

Þá hafa veitingastaðaeigendur í vaxandi mæli svarað eftirspurn eftir kolvetnasnauðu fæði, þar á meðal keðjur eins og T.G.I. Friday's, auk þess sem nýjar veitingastaða- og verslanakeðjur sem sérhæfa sig á þessu sviði eru að spretta upp. Þá hóf nýtt tímarit helgað efninu, LowCarb Living, göngu sína í janúar.