Sunnudaginn 14. mars verður messa í Lágafellskirkju kl. 11.00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sem nýverið var valin prestur í Mosfellsprestakalli, verður sett inn í embætti af prófasti, sr. Gunnari Kristjánssyni. Sr. Ragnheiður flytur predikun dagsins.

Sunnudaginn 14. mars verður messa í Lágafellskirkju kl. 11.00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sem nýverið var valin prestur í Mosfellsprestakalli, verður sett inn í embætti af prófasti, sr. Gunnari Kristjánssyni. Sr. Ragnheiður flytur predikun dagsins.

Altarisþjónusta verður í umsjá hennar og prófasts, Þórdísar Ásgeirsdóttur djákna og sóknarprestsins séra Jóns Þorsteinssonar. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir og Hanna Björk Guðjónsdóttir syngja við athöfnina og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu.

Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng. Organisti er Jónas Þórir. Kirkjukaffi verður í safnaðarheimilinu að messu lokinni og rétt er að minna á að sunnudagaskólinn fellur niður þennan dag Framvegis munu því tveir prestar sinna þjónustu í ört vaxandi sókn en sóknarbörn eru nú orðin liðlega 6.700 talsins.

Harpa Njáls prédikar í Fella- og Hólakirkju

Messa verður í Fella- og Hólakirkju kl. 11 eins og venjulega sunnudaginn 14. mars sem er 3. sunnudagur í föstu. Sr. Svavar Stefánsson þjónar fyrir altari, Lenka Mátéová leikur á orgel og stjórnar söng kirkjukórsins. Altarisganga verður í messunni. Harpa Njáls, formaður sóknarnefndar Fellasóknar og formaður Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, er prédikari dagsins. Harpa er kunn fyrir skeleggan málflutning um þau málefni sem hún vinnur að. Því verður fróðlegt að hlusta á hana á sunnudaginn tengja saman skoðanir sínar við guðspjall dagsins. Það er úr Lúkasarguðspjalli 11 kafla versunum 14-28 og fjallar um það er Jesús rak út illan anda. Við glímum daglega við það illa, myrkraöflin sem birtast okkur í ótal myndum. Jesús hvetur okkur að standa staðföst gegn hinu illa og leggja hinu góða og uppbyggilega lið. Um þetta mun Harpa væntanlega fjalla út frá sínum lífsskoðunum og með skírskotun til trúarinnar. Spennandi efni sem fróðlegt verður að kynnast. Á eftir verður boðið upp á kaffi og afmæliskringlu í safnaðarheimilinu og þar gefst tækifæri til að spjalla um efni dagsins eða bara um daginn og veginn í góðra vina hópi kirkjugesta og starfsfólks. Sunnudagaskólinn verður að venju á sama tíma.

Verið öll hjartanlega velkomin! Svavar Stefánsson.

Kvöldmessa í Hallgrímskirkju

Sunnudaginn 14. mars verða tvær messur í Hallgrímskirkju. Morgunmessa og barnastarf verður kl. 11.00 í umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar organista. Barnastarfið verður í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna.

Messuþjónar þennan dag verður fólk sem hefur tekið þátt í námskeiðinu Lifnadi steinum, sem staðið hefur yfir í kirkjunni síðustu vikur.

Kl. 20.00 verður kvöldmessa. Schola cantorum syngur tónlist sem tengd er efni föstunnar. Kórstjóri og organisti verður Guðmundur Sigurðsson. Sr. Jón D. Hróbjartsson stýrir athöfninni. Kvöldmessur í Hallgrímskirkju eru kyrrlátar stundir við kertaljós með vandaðri tónlist, almennum söng, bænum og brotingu brauðsins.

Samkomur daglega á Kristniboðsviku hjá KFUM og KFUK

Sunnudaginn 14. mars hefst kristniboðsvika sem er árviss atburður á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Daglegar samkomur verða haldnar í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi flest kvöld vikunnar kl. 20.00. Starf kristniboðsins verður kynnt, fluttar verða hugleiðingar út frá Biblíunni, fólk vitnar um trú sína og fjölbreytt tónlistardagskrá verður í boði. Yfirskrift vikunnar er kristniboðsskipunin í 28. kafla Matteusarguðspjalls.

Vikan hefst á guðsþjónustu í Grafarvogskirkju kl. 11.00 þar sem séra Kjartan Jónsson kristniboði prédikar. Seinna um daginn, kl. 17.00, er samkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi þar sem Bjarni Þór Bjarnason, prestur í Grafarvogi verður með hugleiðingu og Jónas Þórir Þórisson, formaður Kristniboðssambandsins, flytur ávarp. Engin samkoma verður á mánudagskvöldið en vikan heldur síðan áfram öll kvöld vikunnar fram á sunnudaginn 21. mars. Í ár eru 75 ár liðin síðan Kristniboðssambandið var stofnað og viljum við vekja athygli almennings á því starfi sem unnið hefur verið í Eþíópíu og Kenýa til margra ára. Þetta starf hefur borið mikinn árangur og núna eru fimm íslenskir kristniboðar að störfum í þessum löndum. Þótt aðaláhersla kristniboðsins sé að boða fagnaðaerindið um Jesú Krist er einnig unnið að öðrum málefnum svo sem: menntun, heilsugæslu, neyðarhjálp og þróunarstarfi. Þeir sem vilja kynna sér starf og sögu Kristniboðssambandsins eru sérstaklega boðnir velkomnir á þessa viku.

Kristniboðsguðs- þjónusta í Grafarvogskirkju

Kristniboðsguðsþjónusta kl. 11.00 sunnudaginn 14. mars í Grafarvogskirkju. Séra Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Séra Kjartan Jónsson prédikar. Að guðsþjónustunni lokinni er kynning á kristniboðinu í Afríku í umsjá kristniboðssambandsins. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Ester Ólafsdóttir. Frjáls framlög til nýstofnaðs kristniboðsfélags Grafarvogskirkju. Eftir guðsþjónustuna er í boði léttur hádegisverður á vægu verði.

Flugmaður og kristniboði í Neskirkju

Næsta sunnudag 14. mars kl. 11.00 mun séra Helgi Hróbjartsson þjóna fyrir altari og prédika í Neskirkju. Séra Helgi er nýkominn frá Afríku, þar sem hann hefur starfað í fjöldamörg ár m.a. sem kristniboði, starfsmaður neyðarhjálpar kirkjunnar og sem flugmaður. Hann mun þjóna við Neskirju í mars og apríl. Við messuna leiðir Kór Neskirkju safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson.

Fjölskylduguðsþjónusta í Árbæjarkirkju

Eins og alltaf annan sunnudag hvers mánaðar eru fjölskylduguðsþjónusta í Árbæjarkirkju. Á sunnudaginn er engin undantekning frá því frekar en endranær. Börn úr TTT-starfi kirkjunnar sýna helgileik um miskunnsama Samverjann. Undanfarið hafa börnin í sunnudagskólanum unnið listaverk sem mun skreyta kirkjuna. Börn í STN-starfinu eða sjö til níu ára börnin munu ásamt tíu til tólf ára starfinu færa kirkjunni gjafir. Þannig að það er margt spennandi og skemmtilegt sem mun gerast í Árbæjarkirkjunni á sunnudaginn 14. mars kl. 11.00. Ekki má gleym að Rebbi refur kemur og hefur eflaust frá mörgu að segja eins og alltaf. Viljum við í kirkjunni hvetja foreldra, afar og ömmur og alla þá sem gaman hafa af líflegu starfi kirkjunnar að koma og eiga notalega stund. Á eftir er boðið upp á rjúkandi heitt kaffi og ávaxtasafa og meðlæti.

Kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði

Mannréttindi eru yfirskrift kvöldvöku á morgun kl. 20.

Af því tilefni mun Jóhanna K. Eyjólfsdóttir frá Íslandsdeild Amnesty International koma í heimsókn og tala til viðstaddra. Lesið verður úr ritgerðum fermingarbarna þar sem þau m.a. ræða vonbrigði sín og kvíða vegna atburða víða um heim - en einnig mikilvægi vonarinnar. Að venju er tónlist í höndum Arnar Arnarsonar, tónlistarstjóra kirkjunnar.

Barnakórar og bandarísk hljómsveit í fjölskyldumessu

Fjölskyldumessa er í Langholtskirkju á sunnudag kl. 11. Séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir messar og organisti er Jón Stefánsson. Tveir af barnakórum kirkjunnar syngja, Kór Kórskóla Langholtskirkju undir stjórn Bryndísar Baldvinsdóttur og Graduale Futuri undir stjórn Hörpu Harðardóttur. Einnig leikur 60 manna sinfónísk blásarasveit frá River Falls háskólanum í Wisconsin undir stjórn dr. Kristin Tjornehoj. Hljómsveitin heldur einnig tónleika í kirkjunni sunnudagskvöld kl. 20.

Stoppleikhópurinn og Hans klaufi í Seltjarnarneskirkju

Í fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 14. mars kl. 11 verður Hans klaufi eftir H.C. Andersen sýndur í leikgerð Stoppleikhópsins.

Leikararnir Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir eru vel kunn fyrir frábæran leik sinn í þeim barnaleikritum sem þau hafa sýnt hér í kirkjunni, síðast í febrúar slóu þau í gegn með Ósýnilega vininn. Enn á ný eiga þau góðan sprett með þessari nýju leikgerð á Hans klaufa. Barnakór Seltjarnarness syngur falleg lög undir stjórn Vieru Manàsek organista.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Bjargarkaffi í Óháða söfnuðinum

Á sunnudaginn kemur 14. marz kl. 14.00 verður hin árlega kaffisala kvenfélagsins eftir fjölskylduguðsþjónustu í Óháða söfnuðinum til styrktar líknarsjóði safnaðarins, Bjargarsjóði.

Við orgelið hefur verið bætt við tveimur nýjum röddum - úr 6 í 8 - það tekið í gegn og stillt upp á nýtt, og settar hurðir fyrir framan pípurnar til þess að stjórna tónstyrknum. Verður orgelið tekið í notkun við þessa fjölskyldumessu eftir breytingarnar. Munu Margrét Grétarsdóttir og Ari Gústavsson syngja tvísöng við undirleik Peter Máté orgelleika ásamt kór safnaðarins.

Eru börn og unglingar sérstaklega hvött til þess að koma í fjölskylduguðsþjónustuna, sem og aðrir vitaskuld líka.

Freddie Filmore í Fríkirkjunni Kefas

Sunnudaginn 14. mars verður Freddie Filmore gestaprédikari í Fríkirkjunni Kefas við Vatnsendaveg. Freddie Filmore er stofnandi og forstöðumaður Freedom Ministries, kirkjunnar í Apopka í Flórídafylki Bandaríkjanna. Hann er með þætti á sjónvarpsstöðinni Omega og einkennist þjónusta hans af gleði og einlægni í Drottni Jesú. Boðið verður upp á fyrirbænir í lok samkomu. Eiginkona hans, Carroll Filmore, er með í för og hefur hún átt sérlega gott með að þjónusta til kvenna. Samkoman hefst kl. 14.00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Tvískipt barnastarf er fyrir 1-6 ára og 7-12 ára á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu.