Bústaðakirkja í Reykjavík.
Bústaðakirkja í Reykjavík. — Morgunblaðið/Ásdís
Guðspjall dagsins: Jesús rak út illan anda.
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Gítarleikari Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir. Messa kl.14:00, altarisganga, einsöngur. Kór Áskirkju syngur, Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir og Sabine Hill syngja tvísöng Organisti Kári Þormar. Prestur sr. Karl V. Matthíasson.

BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00. Fjölbreytt tónlist. Skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Heitt á könnunni eftir messu. Pálmi Matthíasson.

DÓMKIRKJAN: Messa kl.11:00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Að lokinni messu er fundur í Safnaðarfélagi Dómkirkjunnar. Þar mun sr. Jóna Hrönn Bolladóttir segja frá starfi sínu sem Miðborgarprestur.

GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna o. fl. Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Tekin samskot til kirkjustarfsins. Ólafur Jóhannsson.

GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14:00. Einsöngur Stefán Helgi Stefánsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hjálmar Jónsson.

HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari, ásamt sr. Kristjáni Val Ingólfssyni. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. Kvöldmessa kl. 20:00. Schola cantorum syngur. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.

HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13.00. Umsjón Ólafur Jóhann Borgþórsson.

LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Fossvogur: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson.

LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kór kórskóla Langholtskirkju og Graduale futuri syngja. Einsöngur. Amerísk blásarasveit leikur. Séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir messar. Organisti Jón Stefánsson. Börn og fullorðnir eiga saman stund í kirkjunni. Kaffisopi og djús eftir stundina.

LAUGARNESKIRKJA: Kl. 11:00 Messa og sunnudagskóli. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, Sunnudagaskólakennararnir Hildur Eir Bolladóttir, Haraldur Heimisson og Þorvaldur Þorvaldsson leiða börnin með sér, sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara. Kl. 13:00

Helgistundí Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargar. Þorgils Hlynur Þorbjörnsson guðfræðingur prédikar, Þórður Guðmundsson guðfræðingur leikur á gítar og leiðir söng og hópur sjálfboðaliða annast ýmsa aðra þjónustu.

Að messu lokinni kl. 13:30 er aðalsafnaðarfundur haldinn í safnaðarheimilinu. Kl. 20:30 Kvöldmessa. Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur, kór Laugarneskirkju syngur. Sr. Bjarni Karlsson mun prédika og gera grein fyrir grundvallaratriðum kristins siðar og hvernig þau tengjast málefnum samkynhneigðra í samfélagi okkar. Að messu lokinni verður boðið til umræðna um inntak prédikunarinnar. Messukaffi og fyrirbænir við altarið eru einnig í boði að messu lokinni.

NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kirkjukór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson.

Prestur sr. Helgi Hróbjartsson. Barnastarf á sama tíma. Sögur, brúður og söngur. Öll börn fá kirkjubókina og límmiða. Kaffi, djús og spjall í safnaðarheimilinu eftir messu.

SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sagan um Hans klaufa eftir H. C. Andersen verður sýnd í leikgerð Stoppleikhópsins. Leikarar eru þau Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Barnakór Seltjarnarness syngur undir stjórn Vieru Manasek. Organisti er Pavel Manasek. Leiðtogar barnastarfsins leiða þjónustuna. Sr. Arna Grétarsdóttir.

ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14:00. Bjargarkaffi eftir messu.

FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Almenn guðsþjónusta klukkan 11:00. Þema dagsins er: Fyrirgefningin. Í guðsþjónustum Fríkirkjunnar í Reykjavík er áhersla lögð á: kærleikssamfélagið, aðgegnilega boðun Guðsorðs og fagra og góða tónlist sem hvetur til almenns safnaðarsöngs. Fermingarbörn og aðstandendur þeirra eru hvött til þátttöku í þessari guðsþjónustu.

Safnaðarstarf Fríkirkjunnar

Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson

ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl.11.00. Börn úr Tíu til tólf ára starfinu flytja helgileik um miskunnsama samverjann. Börnin í sunnudagaskólanum skreyta kirkjuna. Rebbi refur kemur og segir frá ævintýrum sínum. Börn í sjö til níu ára starfinu munu ásamt TTT börnunum gefa kirkjunni gjafir. Viljum við hvetja foreldra, afa og ömmur stór og lítil systkini koma og eiga góða stund í kirkjunni.

BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Léttar veitingar í safnaðarheimilinu að lokinni messu. Gísli Jónasson.

DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11.00. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju, A hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellunni á neðri hæð kirkjunnar. Léttar veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. (500 kr.). Kvöldsamkoma með Þorvaldi Halldórssyni kl 20:30. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. (Sjá nánar:www.digraneskirkja.is).

FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur: Sr. Svavar Stefánsson. Organisti: Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn organista. Predikun flytur Harpa Njáls, formaður Fellasóknar. Meðhjálpari: Kristín Ingólfsdóttir. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma undir stjórn Elfu Sifjar Jónsdóttur. Kaffi og svaladrykkur í safnaðarheimilinu eftir messu. Rúta ekur um hverfið í lokin. Sjá nánar á www.kirkjan.is/fella-holakirkja

GRAFARVOGSKIRKJA: Kristniboðsguðsþjónusta kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Séra Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Séra Kjartan Jónsson prédikar. Að guðsþjónustunni lokinni er kynning á kristniboðinu í Afríku í umsjá kristniboðssambandsins. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Ester Ólafsdóttir. Frjáls framlög til nýstofnaðs kristniboðsfélags Grafarvogskirkju. Eftir guðsþjónustuna er í boði léttur hádegisverður á vægu verði. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Prestur er séra Lena Rós Matthíasdóttir. Umsjón: Signý og Laufey. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Borgarholtsskóla. Prestur er séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Siffi og Sigga. Undirleikari er Guðlaugur Viktorsson.

HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Barnakórar úr Hjallaskóla og Vogaskóla syngja undir stjórn Ágústu Jónsdóttur og Guðrúnar Magnúsdóttur. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. (sjá einnig á www.hjallakirkja.is).

KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Barnakórar úr Hjallaskóla og Vogaskóla syngja undir stjórn Ágústu Jónsdóttur og Guðrúnar Magnúsdóttur. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. (sjá einnig á www.hjallakirkja.is).

LINDAKIRKJA í Kópavogi: Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskóli fer fram í kennslustofum meðan á messu stendur. Prestur sr. Ingimar Ingimarsson fyrrv. prófastur á Þórshöfn. Kór Lindakirkju syngur. Organisti. Sigrún Þórsteinsdóttir.

SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Hressandi söngur, lifandi samfélag! Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason.

ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguðsþjónusta kl.11.00. Efni dagsins er: "Þjónusturnar að verki." Einnig er fræðsla fyrir börn á öllum aldri. Samkoma kl.20.00. Mikil lofgjörð og fyrirbænaþjónusta. Friðrik Schram talar um: "Vakning, endurnýjum og vitjun Heilags anda." Þáttur kirkjunnar "Um trúna og tilveruna" er sýndur á Ómega kl.13.30.

BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5.

FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 16.

HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudaginn 14. mars kl. 19.30 bænastund, kl. 20 Hjálpræðissamkoma í umsjón Inger Dahl, Mánudaginn 15. mars kl. 15 Heimilasamband. Harold Reinholdtsen talar. Allar konur velkomnar.

FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Í dag er samkoma kl. 14.00. Freddie Filmore frá Bandaríkjunum er gestaprédikari. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1-6 ára og 7-12 ára á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar á www.kefas.is.

KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17:00. Yfirskrift: Kristniboð, köllun kirkjunnar, Jónas Þórir Þórisson, formaður Kristniboðssambandsins flytur ávarp í upphafi kristniboðsvikunnar. Ræðumaður: Bjarni Þór Bjarnason, prestur í Grafarvogi. Upphafsorð: Friðrik Hilmarsson. Kanga kvartettinn syngur. Leifur Sigurðsson, kristniboði kynnir starf kristniboðsins. Lofgjörðar- og fyrirbænastund eftir samkomuna. Matur til sölu eftir samkomu

FÍLADELFÍA:

Almenn samkoma kl. 16:30 Ræðumaður Glenn Kaiser. Gospelkór Fíladelfíu leiðir í söng. Fyrirbæn í lok samkomu. Barnakirkja á sama tíma. Miðvikudaginn 17. mars kl. 18:00-20:00 er fjölskyldusamvera með léttri máltið. Allir hjartanlega velkomnir.

Miðvikudaginn 17. mars kl. 20:30 eru Lofgjörðartónleikar með Glenn Kaiser, miðasalan er hafin. Fimmtudaginn 18. mars kl. 15:00 er samvera eldri borgara.

Allir eldri borgarar hjartanlega velkomnir. Fimmtudaginn 18. mars kl. 20:30 eru

Bluestónleikar með Glenn Kaiser, miðasalan er hafin. Bænastundir alla virka morgna kl. 6:00. filadelfia@gospel.is www.gospel.is

BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir annast guðsþjónustuna. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur.

LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum:

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar Kl. 11:00 Sunnudagaskóli í Landakirkju. Mikill söngur, biblíusaga, biblíukerti og brúðuheimsókn. Fjölmennum í kirkju með börnin. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og barnafræðararnir. Kl. 14:00 Guðsþjónusta í Landakirkju. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Fermingarbörnum eru velkomið að ganga til altaris, ásamt foreldrum sínum eða forráðamönnum, og þiggja altarissakramenti. Nú höfum við lært það í fermingarfræðslunni hvaða merkingu altarisgangan hefur og gott að æfa sig fyrir ferminguna. Prestar sr. Þorvaldur Víðisson og sr. Fjölnir Ásbjörnsson.

Kl. 20:30 Æskulýðsfundur í Landakirkju. Ester Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir.

LÁGAFELLSKIRKJA: Messa kl. 11.00 Prófastur Kjalarnesprófastdæmis, sr. Gunnar Kristjánsson, setur sr. Ragnheiði Jónsdóttur inn í embætti prests í Mosfellsprestakalli.

Einsöngur. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir og Hanna Björk Guðjónsdóttir.

Fiðluleikur: Hjörleifur Valsson.

Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti: Jónas Þórir. Altarisþjónusta: Sr. Gunnar Kristjánsson, Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, Þórdís Ásgeirsdóttir, djákni og sóknarprestur Sr. Jón Þorsteinsson.

Kirkjukaffi í safnaðarheimilinu, Þverholti 3. Athugið að sunnudagaskólinn fellur niður þennan dag. Sóknarprestur, sóknarnefnd

HAFNARFJARÐARKIRKJA:

Messa kl.11.00. altarisganga. Báðir prestar þjóna. Aðalsafnaðarfundur eftir messu í Hásölum. Gerð grein fyrir rekstri kirkjunnar. Sunnudagaskólar á sama tíma í Kirkju, Strandbergi og Hvaleyrarskóla.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Tónlistarguðsþjónusta kl. 14:00

Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar.

Undirleikur: Fróði Oddsson, gítar.

Björn Erlingsson, bassi.www.vidistadakirkja.is

FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði : Barnasamkoma kl. 11, umsjón hafa Hera, Sigríður Kristín og Skarphéðinn. Kvöldvaka kl. 20, yfirskrift hennar að þessu sinni er Mannréttindi. Kór kirkjunnar leiðir léttan og fallegan söng undir stjórn Arnar Arnarsonar.

ÁSTJARNARKIRKJA: Ástjarnarsókn, samkomusal Hauka á Ásvöllum, Barnastarf á sunnudögum kl. 11.00 - 12.00. Djús, kex og kaffi ásamt föndri og söngstund, að vanda.

KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Stóru-Vogaskóla á laugardögum kl. 11.15-12.00. Messa í Kálfatjarnarkirkju sunnudaginn 14. mars 2004 kl. 11.00, ath. breyttan messutíma sem er vegna beinnar útsendingar í útvarpi.

VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Rannveig Káradóttir leikur á þverflautu, ásamt organistanum, Jóhanni Baldvinssyni, en kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Eftir messuna verður boðið upp á kaffi og kökur í safnaðarheimilinu, en umsjón þess þáttar er að þessu sinni í höndum Æskulýðsfélags Garðasóknar. Prestarnir.

BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn í sal Álftanesskóla kl. 11.00. Ásgeir Páll og Kristjana leiða skemmtilegt starf fyrir börnin. Foreldrarnir eru velkomnir með börnunum, en allir eru hvattir til að mæta.

Prestarnir.

BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00. Álftaneskórinn leiðir safnaðarsönginn, en organisti er Hrönn Helgadóttir. Sr. Friðrik J. Hjartar og Gréta Konráðsdóttir, djákni, þjóna. Kirkjuganga er heilsubót. Fjölmennum til kirkjunnar. Allir velkomnir. Prestarnir.

GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11:00 með Rútuferð til Keflavíkur. Mæting til kirkju kl. 10:30 Messa kl. 14:00. Altarisganga Kaffihúsastemming í safnaðarheimilinu að lokinni athöfn í umsjón fermingarbarna og foreldra þeirra. Kaffiveitingar seldar á vægu verði. Sóknarnefnd og sóknarprestur

ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11:00. Sóknarprestur

NJARÐVÍKURKIRKJA Sunnudagaskóli kl.11. og fer hann fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Börn sótt að safnaðarheimili kl. 10.45. Síðasta skiptið á þessum vetri. Aðalsafnaðarfundur Innri-Njarðvíkursóknar fer fram í safnaðarheimili kirkjunnar fimmtudaginn 18. mars. kl. 18. Dagskrá; Venjuleg aðalfundarstörf. Íbúar sóknarinnar eru hvattir til að mæta.

YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.11. Umsjón Ástríður Helga Sigurðardóttir, sóknarprestur og Natalía Chow Hewlett. Siðasta skiptið á þessum vetri.

KIRKJUVOGSKIRKJA (HÖFNUM): Sunnudagaskóli sunnudaginn 14. mars kl.13. Umsjón Margrét H. Halldórsdóttir og Gunnar Þór Hauksson.

KEFLAVÍKURKIRKJA:

Sunnudagaskóli kl. 11 árd. (í síðasta skipti á þessu vori vegna ferminganna).

Starfsfólk sunnudagaskólans: Elín Njálsdóttir, Margrét H. Halldórsdóttir, Arnhildur H. Arnbjörnsdóttir, Einar Guðmundsson og Sigríður Helga Karlsdóttir.Guðsþjónusta kl. 14 í stærri sal Kirkjulundar. Textaröð A, Sak. 12.10, Ef. 5. 1-9, Lk. 11. 14-28 Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti: Hákon Leifsson. Kirkjukaffi eftir messu. Sjá Vefrit Keflavíkurkirkju: keflavikurkirkja.is

ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa og altarisganga kl. 11:00. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu. Arndís Ólafsdóttir predikar. Kór Ísafjarðarkirkju syngur. Organisti er Hulda Bragadóttir. Sóknarprestur.

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskólinn kl. 11 . Arna Valsdóttir sér um list-vísindasmiðju fyrir börn og foreldra. Messa kl. 14. Sr. Guðmundur Guðmundsson, sr. Svavar A. Jónsson og Valgerður Valgarðsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Sr. Jón A. Baldvinsson vígslubiskup á Hólum predikar. Kór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar. Kaffitónleikar Kórs Akureyrarkirkju eftir messu. Æðruleysismessa kl. 20.30. Sr. Elínborg Gísladóttir og sr. Magnús G. Gunnarsson. Arna Valsdóttir, Eiríkur Bóasson og Stefán Ingólfsson sjá um tónlistina. Kaffi í Safnaðarheimili að lokinni messu. Allir velkomnir.

GLERÁRKIRKJA: Messa og barnasamvera kl. 11.00. sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Organisti Hjörtur Steinbergsson. Jóhann Þorsteinsson flytur hugleiðingu og kynnir starf Gídeonfélagsins.

VILLINGAHOLTSKIRKJA Í FLÓA: Messa kl. 13:30. Vænst er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra. Organisti Eyrún Jónasdóttir. Eftir messu verður aðalsafnaðfundur. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Kristinn Ág. Friðfinnsson.

HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl. 11 sunnudagaskóli, kl. 16.30 bænastund, kl. 17 almenn samkoma.

LJÓSAVATNSPRESTAKALL:

Þorgeirskirkja : Sameiginleg guðsþjónusta þriggja prestakalla (Grenjaðarstaða-, Laufáss- og Ljósavatnsprestakalls) verður sunnudaginn 14. mars kl. 14. Sameiginlegur kór prestakallanna syngur,- sr. Gylfi Jónsson prédikar, og sr. Þorgrímur Daníelsson og sr. Pétur Þórarinsson þjóna fyrir altari. Safnaðarfólk úr þessum prestaköllum er hvatt til að sæka messuna. Kyrrðarstund mánudagskvöldið 15. mars kl. 20.

SVALBARÐSKIRKJA: Kyrrðarstund sunnudagskvöldið kl. 21.

LAUFÁSPRESTAKALL: Munið sameiginlegu messuna í Þorgeirskirkju á sunnudaginn kl. 14.

ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa kl. 11.00. Altarisganga. Sr. Skírnir Garðarsson.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA : Messa kl. 11.00. Sóknarprestur.

BRÆÐRATUNGUKIRKJA:

Guðsþjónusta kl. 14.00. Sóknarprestur.

SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11, unglingakór kirkjunnar sér um sönginn, sunnudagaskólinn á sama tíma. Léttur hádegisverður að messu lokinni. Aftansöngur á föstu þriðjudaginn 16. mars kl. 17.30. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10, kaffisopi á eftir. Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11, æskulýðsfundur miðvikudag kl. 20.

HVERAGERÐISKIRKJA: Kl. 14:00 Fundur með fermingarbörnum og foreldrum. Kl. 20:00 Tónleikar Kirkjukórs Hveragerðis- og Kotstrandarsókna flytur fjölbreytta kirkjutónlist m.a. Lofsönginn "Ég vil hefja upp augu mín" eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, "Heyr, ó Drottinn", helgisöng eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy, og fleiri verk. Stjórnandi er Jörg E. Sondermann. Einsöngvari með kórnum er Margrét Bóasdóttir og flytur hún einnig nokkur einsöngsverk. Julian Edward Isaacs leikur með á píanó.

MOSFELLSKIRKJA í Grímsnesi: Föstumessa með altarisgöngu á miðvikudag kl. 20.30. Sr. Arngrímur Jónsson og sr. Guðmundur Óli Ólafsson annast messugerðina ásamt sóknarpresti. Sr. Rúnar Þór Egilsson.

ÁSSÓKN Í FELLUM: Kirkjuselið. Sunnudagskóli kl. 11:00. Kvöldmessa kl. 20:30.

VALÞJÓFSSTAÐARSÓKN: Barnasamvera í Valþjófsstaðarkirkju kl. 15:00.

SKEIÐFLATARKIRKJA Í MÝRDAL: Æskulýðs- og fjölskylduguðsþjónusta, kl. 14:00. Almennur söngur - létt kirkjuskólalög o.fl. Sögustund og mynd afhent. Undirleikari verður Kristín Björnsdóttir organisti. Verum dugleg að mæta til kirkju og sýnum í verki að við styðjum starfið í litlu sveitakirkjunni okkar. Sr. Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur.

MÖÐRUVALLAKLAUSTURSKIRKJA: Æskulýðs- og fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11:00

Sólveig Halla Kristjánsdóttir cand.theol. frá Lönguhlíð predikar.

Mikill og skemmtilegur söngur fyrir alla fjölskylduna.

( Lúk. 11).