HANN er með silkimjúka rödd, kláran bómullarbarka, Michael Bublé, þessi 25 ára gamli Bandaríkjamaður sem allt er að gera vitlaust með túlkun sinni á lögum gömlu raularanna Sinatra, Cole, Martin, Bennett og allra þeirra frænda.

HANN er með silkimjúka rödd, kláran bómullarbarka, Michael Bublé, þessi 25 ára gamli Bandaríkjamaður sem allt er að gera vitlaust með túlkun sinni á lögum gömlu raularanna Sinatra, Cole, Martin, Bennett og allra þeirra frænda.

Hann er kanadískur drengurinn, frá Vancouver og platan sem kemur ný beint inn í annað sæti er hans fyrsta og kom fyrst út á síðasta ári. Þar tekur hann ekki bara gamla standarda frá miðri síðustu öld heldur einnig yngri lög af sveiflukenndara taginu. Má þar nefna Queen-lagið "Crazy Little Thing Called Love" og "Kissing a Fool" eftir George Michael.