19. mars 2004 | Minningargreinar | 188 orð

Bragi Jónsson

Vertu yfir og allt um kring

með eilífri blessun þinni,

sitji Guðs englar saman í hring

sænginni yfir minni.

(Sig. Jónsson frá Presthólum.)

Elsku afi takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman.

Hvíl í friði.

Kveðja.

Ásdís Birna og

Kristinn Freyr.

Þegar þú varst hér hjá mér leið mér vel.

En nú dvelur þú í huga mér.

Þú er mér bestur í heimi hér.

Helga Björt.

Lífið er erfið þraut og nú ertu liðinn á braut frá sorg og sárum gamall að árum.

Í himnaríki dvelur þú nú hjá drottni guði ert þú engill drottins ertu nú og björt er minning sú.

Sem engill drottins lýsir mér og þó ég hafi þig ekki hér sé ég veginn í huga mér eftir leiðbeiningum frá þér.

Og allar stundir þínar hér brenna djúpt í huga mér er ég hugsa nú um þig þá finnst mér eins og þú sjáir mig.

Kristín Björk.

Sjórinn er blár og grár þegar veður er vont en spegill þegar honum líður vel eins og þér líður núna uppi á himninum hjá öllu hinu fólkinu sem leið illa hér niðri á jörðinni en líður nú vel uppi á himninum hjá Guði.

Sandra Birna.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.