Lausleg þýðing: Halló fólk hjá [kanadísku sveitarfélagi] Ég heiti Jörgen Sörensen og ég er formaður aðdáendaklúbbs Rods Stewarts á Norðurlöndum. Ég verð á ferðinni í Kanada í kjölfar goðsagnarinnar minnar hr. Stewarts á tónleikaför hans um Kanada 2004.
Lausleg þýðing:

Halló fólk hjá [kanadísku sveitarfélagi]

Ég heiti Jörgen Sörensen og ég er formaður aðdáendaklúbbs Rods Stewarts á Norðurlöndum. Ég verð á ferðinni í Kanada í kjölfar goðsagnarinnar minnar hr. Stewarts á tónleikaför hans um Kanada 2004. Mér var sagt að þið væruð með Idi Amin-tvífarakeppni í lok ágúst. Er það rétt? Get ég tekið þátt í keppninni? Hvenær er hún?

Fyrirfram þakkir!

Jörgen Sörensen

AÐDÁENDAKLÚBBUR RODS STEWARTS

Svar:

Kæri hr. Sörensen:

Þakka þér fyrir fyrirspurnina um [sveitarfélag í Kanada]. Ég er hrædd um að mér sé ekki kunnugt um þessa keppni. Ég geri ráð fyrir að þú getir fengið frekari upplýsingar hjá ferðamálaráði [kanadíska sveitarfélagsins] en ég held að það hafi ekki netfang. Starfsmaðurinn heitir [nafn á kanadískri konu] og síminn hjá henni er [símanúmer í Kanada]. Ég get ekki gert betur - vona að það komi að gagni.

[Kanadísk kona]

ritari hjá [kanadíska sveitarfélaginu]