Hildur Björgvinsdóttir vinnur á Súfistanum Fylgirðu tískunni? Í og með. Reyni að gera það ekki of mikið en geri það líklega ómeðvitað. Hvar kaupirðu helst föt? Ég kaupi aðallega notuð föt og þá helst í útlöndum því það eru ekki margar slíkar búðir hér.

Hildur Björgvinsdóttir vinnur á Súfistanum

Fylgirðu tískunni? Í og með. Reyni að gera það ekki of mikið en geri það líklega ómeðvitað.

Hvar kaupirðu helst föt? Ég kaupi aðallega notuð föt og þá helst í útlöndum því það eru ekki margar slíkar búðir hér.

Eru Íslendingar tískufrík? Já! og settu upphrópunarmerki þarna... Það eru allir eins, enginn vill vera öðruvísi. Við erum mjög spéhrædd. Við skiptumst í hópa, svarthvítt fólk, sem verslar í Sautján og svo týpurnar sem reyna að vera öðruvísi. Reyndar er írónískt að týpurnar eru líka allar eins.

Hvað finnst þér flott sem er í gangi núna? Hálfsjúskuð föt en samt ekki subbuleg. Svo er kannski hægt að setja á sig flott armband við og þá er maður orðinn fínn.

Hvað finnst þér ljótt? Oddmjó stígvél.