Magnús Guðberg
Sigurðsson, nemi í FB
Fylgirðu tískunni? Nei, meira bara mínum eigin stíl.
Hvað er í tísku? Converse-skór og leðurjakkar. Fólk er byrjað að blanda miklu meira saman stílum nú en áður.
Hver er uppáhaldsflíkin þín? Lopapeysa.
Hvar kaupirðu helst föt? Í Spútnik og Smash aðallega.
Hvað eyðirðu miklu í föt á mánuði? Ekki meira en 10.000 kalli.
Eru Íslendingar tískufrík? Já og nei. Kannski meira, já (hlær).
Hvað finnst þér ljótt sem er í gangi núna? Súkkulaði-tíska. Bolurinn sem ég er í er einmitt yfirlýsing gegn henni, Buffaló-skór bannaðir.