Árið 1994 kom út breiðskífan Blóð með SSSól, sem áður hafði heitið Síðan skein sól.
Árið 1994 kom út breiðskífan Blóð með SSSól, sem áður hafði heitið Síðan skein sól. Helgi Björnsson var auðvitað aðalsprautan í hljómsveitinni, en Jakob Smári Magnússon bassaleikari hafði hætt í bandinu í janúar þetta ár og Björn Árnason, sem er í aftari röð til vinstri, tekið við. Björn hafði áður verið í hljómsveitinni Deep Jimi and the Zep Creams. Trommuleikari var Hafþór Guðmundsson, sem síðan hefur gert garðinn frægan sem upptökustjóri hjá mörgum þekktustu íslensku hljómsveitunum. Eyjólfur Jóhannesson lék á gítar, en hann hafði verið með Björk Guðmundsdóttur og fyrrnefndum Jakobi Magnússyni í Tappa tíkarrassi.