Unnur Karlsdóttir, nemi í MR Fylgirðu tískunni? Ég hef minn persónulega stíl en auðvitað fer ég líka eftir því hvað er í búðunum. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Svörtu rúskinnsstígvélin mín. Hvar kaupirðu helst föt?

Unnur Karlsdóttir,

nemi í MR

Fylgirðu tískunni? Ég hef minn persónulega stíl en auðvitað fer ég líka eftir því hvað er í búðunum.

Hver er uppáhaldsflíkin þín? Svörtu rúskinnsstígvélin mín.

Hvar kaupirðu helst föt? Ég er mikið í Nikita-fötum, svo er Dogma frábær búð. Svo verslar maður náttúrlega eitthvað í Sautján.

Hvað eyðirðu miklu í föt á mánuði? Oftast ekki undir tíu þúsund kalli. Um daginn fór ég út í verslunarferð og þá fór 10.000 kallinn fyrir næstu sex mánuði á nokkrum dögum...

Hvað finnst þér flott sem er í gangi? Rúskinnsstígvél hvort sem er támjó eða með rúnnaðri tá. Á vorin finnst mér líka þröngar hettupeysur flottar. Líka stuttermabolir eins og fást í Dogma.