Þegar kemur að tísku núna er næstum allt í gangi. Svör viðmælenda okkar á góðviðrisdegi í miðbæ Reykjavíkur voru nánast eins misjöfn og þau voru mörg.
Þegar kemur að tísku núna er næstum allt í gangi. Svör viðmælenda okkar á góðviðrisdegi í miðbæ Reykjavíkur voru nánast eins misjöfn og þau voru mörg. Á meðan ein þolir ekki támjóa skó finnst annarri þeir flottir, sumir vilja sjúskuð föt, aðrir versla í Sautján. Þó voru allir á því að Íslendingar væru gríðarlega mikil tískufrík, algengt er að fólk eyði um 10 þúsund krónum á mánuði í föt og bolir með áletrunum sem fást í Dogma eru almennt í miklu uppáhaldi. bryndis@mbl.is