75 þúsund í sekt | Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt 25 ára karlmann til greiðslu 75 þúsund króna sektar vegna brota á vopnalögum. Þá var loftskammbyssa í eigu hans gerð upptæk sem og hnífur með rúmlega 18 sentímetra löngu blaði.
75 þúsund í sekt | Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt 25 ára karlmann til greiðslu 75 þúsund króna sektar vegna brota á vopnalögum. Þá var loftskammbyssa í eigu hans gerð upptæk sem og hnífur með rúmlega 18 sentímetra löngu blaði. Manninum var einnig gert að greiða sakarkostnað.

Maðurinn var með byssuna í vörslu sinni aðfaranótt 17. janúar síðastliðinn en lögreglan á Akureyri fékk þá upplýsingar um að maður hefði hótað að beita skotvopni í íbúð við Hafnarstræti. Var svæðinu lokað um stund á meðan unnið var að málinu.

Með þessu broti rauf maðurinn skilorð dóms sem hann hlaut í desember 2002, en sá dómur var látinn halda sér og manninum dæmd sérstök refsing í þessu máli.