SEX leikmenn frá enskum liðum eru í landsliðshóp Svía í knattspyrnu fyrir vináttuleik gegn Englandi sem fram fer í Gautaborg 31. mars.

SEX leikmenn frá enskum liðum eru í landsliðshóp Svía í knattspyrnu fyrir vináttuleik gegn Englandi sem fram fer í Gautaborg 31. mars. Svíar eru í riðli með Íslendingum í undankeppni HM og eru jafnframt að búa sig undir lokakeppni EM í Portúgal í sumar, eins og Englendingar.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir: Andreas Isaksson (Djurgården), Magnus Hedman (Ancona, Ítalíu), Magnus Kihlstedt (FC Köbenhavn, Danmörku)

Varnarmenn: Christoffer Andersson (Lilleström, Noregi), Mikael Dorsin (Strasbourg, Frakklandi), Erik Edman (Heerenveen, Hollandi), Andreas Jakobsson (Bröndby, Danmörku), Teddy Lucic (Leverkusen, Þýskalandi), Olof Mellberg (Aston Villa, Englandi), Johan Mjällby (Celtic, Skotlandi), Michael Svensson (Southampton, Englandi)

Miðjumenn: Anders Andersson (Belenenses, Portúgal), Johan Elmander (Breda, Hollandi), Pontus Farnerud (Strasbourg, Frakklandi), Kim Kallstrom (Rennes, Frakklandi), Tobias Linderoth (Everton, Englandi), Fredrik Ljungberg (Arsenal, Englandi), Anders Svensson (Southampton, Englandi), Mikael Nilsson (Halmstad)

Sóknarmenn: Marcus Allbäck (Aston Villa, Englandi), Zlatan Ibrahimovic (Ajax, Hollandi), Mattias Jonson (Brondby, Danmörku), Christian Wilhelmsson (Anderlecht, Belgíu)