Kelsey Grammer faðmar Peri Gilpin á meðan John Mahoney fylgist með og klappar eftir að upptökum lauk á lokaþætti Frasier í Los Angeles.
Kelsey Grammer faðmar Peri Gilpin á meðan John Mahoney fylgist með og klappar eftir að upptökum lauk á lokaþætti Frasier í Los Angeles. — AP
FAÐMLÖG, kampavín og ljóðalestur settu mark sitt á upptökurnar á síðasta þætti Frasier , sem rennur sitt skeið á enda í vor eftir ellefu ár í sjónvarpi. Þátturinn verður klukkutíma langur og verður sýndur í bandarísku sjónvarpi á NBC hinn 13. maí.

FAÐMLÖG, kampavín og ljóðalestur settu mark sitt á upptökurnar á síðasta þætti Frasier, sem rennur sitt skeið á enda í vor eftir ellefu ár í sjónvarpi. Þátturinn verður klukkutíma langur og verður sýndur í bandarísku sjónvarpi á NBC hinn 13. maí. Lokaþátturinn var tekinn upp í upptökuveri Paramount í Los Angeles á þriðjudag.

"Dömur mínar og herrar, nú er þetta búið," sagði David Willes, grínisti og starfsmaður í upptökuverinu, eftir að sex klukkustunda upptökum lauk. Upptökuverið var fullt af vinum og vandamönnum, sem héldu upp á þessa stund með kvöldverði. Alls voru nokkur hundruð manns saman komnir.

Leikaraliðið stillti sér upp eftir upptökur á sviðinu og hneigði sig í þakklæti. Stjarna þáttanna, Kelsey Grammer (Frasier), faðmaði alla samleikara sína, þeirra á meðal David Hyde Pierce (Niles), John Mahoney (Marty), Jane Leeves (Daphne) og Peri Gilpin (Roz). Gestastjörnur á staðnum voru m.a. Laura Linney, Anthony LaPaglia, Robbie Coltrane, Richard E. Grant, Jason Biggs og Jennifer Beals.

Enginn annar þáttur hefur unnið til jafn margra Emmy-verðlauna en Frasier hefur hreppt 31 verðlaun.