— Morgunblaðið/Jim Smart
AÐRIR tónleikar í tónleikaröðinni "Með ungu tónlistarfólki" sem stendur yfir í Seljakirkju verður í dag kl. 18. Það er organisti kirkjunnar, Jón Bjarnason, sem stendur fyrir þessari tónleikaröð.

AÐRIR tónleikar í tónleikaröðinni "Með ungu tónlistarfólki" sem stendur yfir í Seljakirkju verður í dag kl. 18. Það er organisti kirkjunnar, Jón Bjarnason, sem stendur fyrir þessari tónleikaröð.

Um er að ræða orgel- og söngtónleika og eru flytjendur 16 manna kór sem kallast kammerkór Seljakirkju. Hann skipar ungt söngfólk sem hefur lagt stund á söngnám og eru flestir enn að læra. Kórinn syngur valda kafla úr mótettunni Jesu meine freude eftir Johann Sebastian Bach ásamt tveimur góðkunnum lögum: heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Friður á jörðu eftir Árna Thorsteinsson í því lagi syngur Hugi Jónsson einsöng. Stjórnandi er Jón Bjarnason.

Hugi syngur svo einsöng í Betrachte meine Seel. sem er Aríoso úr Jóhannesarpassíu Bachs. Lára Hrönn Pétursdóttir mun syngja þrjár Aríur úr Stabat Mater eftir Pergolesi. Jón leikur á orgel Preludíu í D-dúr eftir Jóhann Sebastian Bach og Orgelsónötu nr 6 sem er um sálminn Vater unser (Faðir vor þú sem ert á himnum).